Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 32

Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 32
Skátaskólinn á Úlfljótsvatni Úlfljótsvatnsnefndin, en hana skipa: Jónas B. Jóns- son, Daníel Gíslason og As- laug Friðriksdóttir, hefir nú lagt drög að starfsáætlun fyr- ir Skátaskólann á Úlfljóts- vatni næsta sumar. 1 stórum dráttum er hún þannig: 1. Skátaskólinn starfar í 2 deildum, fyrir drengi og stúlkur. Munu 30—36 verða í hvorri deild. Þær verða í öllu aðskildar í starfi, en hafa sameiginlega að- drætti og starfa eftir reglum, sem nefndin setur. Starfstíminn er áætlaður frá 8. júní til 22. ágúst. Starfsfólk er ekki ráðið ennþá, cn mun verða þrennt við hvora deild, auk manns til að hugsa um aðdrætti. Skólagjald er ráðgert 750 kr. fyrir allan tímann. 2. Þá hefir verið ákveðið að gera tilraun að gefa skátum kost á því að dvelja á Úlf- Ijótsvatni í sumarfríum sínum. Drengja- flokkurinn yrði þá í sambandi við drengja- deild skólans, en stúlkurnar í sambandi við hina. Þessi starfsemi yrði á tveirnur tírnabilum — 5. til 20. júli og það síðara 20. júli til 5. ágúst. Sérstakir foringjar verða fyrir þessum flokkum, en að mestu mundu þeir sjá um sig sjálfir, hvað matreiðslu snertir, en skól- inn legði þeim til matvæli gegn ákveðnu gjaldi, sem yrði sem næst kostnaðarverði. — Um gjaldið hefir ekki verið tekin nein ákvörðun enn. — Vita þarf sem fyrst um undirtektir skátafélaga um þetta, svo að hægt sé að skipuleggja útilegurnar nánar. Svör berist helzt fyrir 10. maí. Það er gleðilegt til þess að vita, að tekin er upp víðtækari starfsemi á Úlfljótsvatni. Við stundum ekki útilegustarfið nógu mik- ið, en hér er drengjum og stúlkum gefið tækifæri til þess að dvelja hálfan rnánuð í skátaútilegu fyrir lágt gjald. Oft hefir orðið að hætta við slíkar útilegur vegna foringja- skorts. Nú ætti slíkt ekki að þurfa að hindra það að yngri skátarnir geti notið sumar- leyfis síns í skátaútilegu. Skátafélög geta nú sent skátaflokka í hálfsmánaðar útilegu, jafnvel þó að enginn eldri foringi geti kom- ið því við að fara. Það þarf ekki að lýsa hinum góðu aðstæðum fyrir skemmtilega útilegu á Úlfljótsvatni, svo margir skátar hafa nú sótt Úlfljótsvatn, en aðeins skal þess getið, hve vatnið og silungsveiðin gef- ur staðnum aukið gildi. Skátar! Heimsækið Úlfljótsvatn, hvenær sem þið komið því við, svo að það getið orðið ein af aðalmiðstöðum skátastarfsins á íslandi. 52 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.