Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 30
LANGÞRÁÐUM ÁFANGA NÁÐ:
Skátaheimili opnað í Reykjavík
ANN 2. maí var opnað við Hringbraut
60—64 í Reykjavík „Skátaheimilið“, og
hefur þá verið að mestu fullnægt Inisnæðis-
þörf höfuðstaðarskátanna um stuiv.1. Skáta-
heimilinu hefur verið komið fyrir í skálum,
sem ameríski Rauði krosinn lét byggja, en
Reykjavíkurbær síðan keypti handa skát-
unum. Jafnframt sýndu bæjaryfirvöldin
skátunum þá rausn að borga allan efnis-
kostnað og fagvinnu (raf- og hitalögn) við
viðgerð skálanna, en mjög mikil viðgerð
var nauðsynleg vegna slæmrar umgengni
um þá áður. Vinna hófst undir eins í haust
við skálana, voru þeir flestir málaðir að
utan (og skal þess getið, að til þess fór eitt
tonn af málningu) og skilrúm sett upp fyrir
liokks- og sveitarherbergi. Um miðjan vetur
\ar lítið hregt að vinna sökum þess að stóð
á hita- og rafleiðslum. Eftir áramótin hófst
svo vinna að nýju og var starfið tekið í
smá-áhlaupum.
Fyrir þremur vikum var svo skipulagt úr-
slitaáhlaupið, þannig að Skátahcimilið gæti
tekið til starfa 2. maí. Og nú sýndu Revkja-
víkurskátar fyrst, hvað í þeim býr, ef þeir
leggja sig fram, því að segja má að þar hafi
tugir harnra, hefla, saga, pensla o. s. frv.
verið á • lofti í einu, auk allra rafknúnu
áhaldanna. Kvenskátarnir saumuðu, en
drengirnir smíðuðu, allir máluðu og gerðu
hreint. í mörg horn var að líta, alls staðar
var verið að vinna. En skemmtilegast var
þó að fylgjast með því, hvernig skátarnir
skreyttu flokksherbergi sín, smíðuðu hús-
gögn í þau og gerðu þau við sitt hæfi.
En hver var svo árangur alls þessa?
Nú hafa skátarnir í Rcykjavík til umráða
stórt og skemn tilcgt félagsheimili, þar seni
öll starfsemi þeirra getur farið fram.
Við skulmn hregða okkur í skyndiheim-
sókn og skoð '. húsakynnin. Fyrst komum
við inn í rúmgott anddyri. Á sitt hvorum
gafli eru risastórar myndir at' skátum, sem
brosa út undir eyru (og koma manni undir
eins í gott skap). Til hægri eru húsakynni
Skátabúðarinnar, en til vinstri er rúmgóð
fatageymsla. Inn af forstofunni er stór gang-
ur um þvert húsið, sem tengir saman stóran
samkomusal vinstra megin og setustofu,
veitingastofu og flokksherbergin hægra
megin. Þar hangir gríðarstór íslenzkur fáni,
myndir af Sveini Björnssyni, forseta íslands,
A. V. Tulinius og Baden-Powell. Ef við
göngum til hægri, komum við í „veitinga-
stofuna", en norðan við hana er stór og
vistleg setustofa. A gafli hennar er mikill
arinn, en fyrir ofan er máluð stór mynd
af skátum við varðeld, en sitt hvoru megin
eru stórir skildir með kvenskáta- og skáta-
liljunum. Veggir eru annars prýddir skáta-
myndum og ýmsum skátanmnum auk mál-
aðs skrauts. Gólf er allt lagt „parketti". Er
stofan hin bezta og verður áreiðanlega mik-
ið notuð af skátum.
Suður af „veitingastofunni“ gengur lang-
ur gangur, en við hann eru tólf ílokks- og
foringjaherbergi. Eru þau auðvitað mis-
munandi útbúin, allt frá baðstofu og upp
í „fínustU stáss-stofu“. En bersýnilega hef-
ur verið lögð mikil vinna í að útbúa þau
sem bezt.
Við enda gangsins hafa kvenskátar her-
bergi til sveitafunda, en þar suður af er
íbúð fyrir starfsfólk.
50
SKATAB LAÐIÐ