Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 26
búningar hafa eigi enn komið á markaðinn,
þótt nokkuð sé nú liðið frá stríðslokum og hvert
landið af öðru hefir opnazt til viðskipta. Vitað
er samt, að reynt hefir verið að fá búninga frá
Englandi og Ameríku, en ekki fengizt. En var
reynt að fá búninga frá Svíþjóð eftir stríðslok-
in? Og hvernig er það með Holland og Belgíu?
Við verzlum við þau lönd. Eða segjum Tékkó-
Slóvakíu? Þar eru til fallegir skátabúningar. Og
Tékkar leggja allt í útflutninginn. Það held ég,
að við verzlum við þá. Við erum víst mörg farin
að ganga í fötum frá Tékkó-Slóvakíu. Hvers
\egna er ekki alveg eins hægt að fá þaðan skáta-
búninga? Eða hefir verið reynt að fá kaki-efni
innflutt? Það gera þeir á hinum Norðurlönd-
unum og sauma síðan sjálfir sína búninga.
Eg hefi heyrt skátana vera að tala um þetta
fram og aftur. Vera má að þessu verði frekar
gaumur gefinn, úr því að það er komið á prent.
,,Lundinn“ úr Reykjavík skrifar:
„í SEINASTA TBL. Skátablaðsins, sem ég
er nýlega orðinn áskrifandi að, byrjaði þáttur-
inn „Við tjaldskörina". Líkaði mér hann prýði-
lega og jtví skrifa ég þér nú samkvæmt áskorun
þinni.
Ég var svo heppinn að komast yfir norskt
skátablað og las Jtað spjaldanna á milli (staul-
aðist fram úr því). Þar sá ég, að norsku skát-
arnir ætla að halda landsmót hjá sér árið 1948.
„Ekki er ráð nema í tíma sé tekið,“ hugsaði ég.
En þegar ég fór að íhuga þetta nánar, sá ég
livað það hefir marga kosti að ákveða mótin
svona löngu fyrirfram.
í fyrra voru haldin hér á landi tvö landsmót,
og mér hefir skilizt, að þau hafi verið svo prýði-
lega undirbúin, a. m. k. sögðu félagar mínir það,
sem héðan fóru. Það voru bara of fáir, sem
fengu að njóta þeirra. Undirbúningstíminn var
víst stuttur, því að ég held, að mótin hafi eigi
verið auglýst fyrr en rúmum mánuði áður en
þau hófust. Það er auðvitað allt of stuttur fyrir-
vari. Það þarf að hafa í frammi mikinn áróður
fyrir landsmótum og verði ákveðið að hafa
landsmót á næsta ári (landsmót voru liér áður
háð annaðhvort ár). Þarf þegar í stað að hefja
undirbúning þess.
En hvernig væri að hafa nú sameiginlegt
landsmót fyrir kven- og drengjaskáta árið 1948?
Með því ynnist tvennt: í fyrsta lagi yrði lands-
mótið þá stærra og fjölmennara. Og í öðru lagi
yrði kynningin meðal skátanna meiri og betri.
Þá mætti bjóða hingað erlendum skátum á
mótið. Heimsókn þeirra mundi gefa landsmót-
inu aukið gildi og varðeldarnir yrði skemmti-
legri. (Sbr. landsmótið á Þingvöllum árið 1938.)
Hinir væntanlegu Jamboree-farar gætu þá nú í
surnar hvatt skáta, sem þeir kynnast þar, til þess
að koma til Islands næsta sumar, og kvenskát-
arnir, sem til Danmerkur fara í sumar, geta þá
fært þetta í tal við skátasystur sínar þar í landi.
Þetta er nú orðið allt of langt bréf. Þú fyrir-
gefur. Bless."
Spurull skrifar á þessa leið:
„MÉR HEFIR VERIÐ SAGT, að fyrsta skáta-
félagið á Islandi hafi verið formlega stofnað 2.
nóv. 1912. Næsta haust eru því liðin 35 ár frá
stofnun skátahreyfingarinnar á Islandi. Væri nú
ekki tilhlýðilegt að minnast þessa á einhvern
hátt?
Þá hefir mér kontið í hug, af því að við höf-
um verið að ræða um sérstakan skátadag, hvort
ekki mætti einmitt hafa þennan dag fyrir skáta-
dag.
Ég man nú ekki eftir öðru í bili. En ég skal
skrifa þér aftur seinna. — „Við tjaldskörina“
þarf að fá mörg bréf. Þátturinn er þarfur og
nauðsynlegur."
Spurull skrifar ennfremur:
„SAGA SKÁTAHREYFINGARINNAR á ís-
landi hefir eigi enn verið skrifuð. Skátafélagið
,.Væringjar“ í Reykjavík gaf út árið 1938 sína
sögu. Það var góð og skemmtileg bók. Ætli það
sc nú seinna vænna að skrifa sögu skátahreyf-
ingarinnar á Islandi, þegar nú bráðum eru liðin
35 ár frá því að brautryðjendurnir hófu sitt
slarf?"
„HÉR ER MINNST á mjög merkilegt mál.
Þessu þarf að halda vakandi og koma í fram-
kvæmd. Því fyrr, því betra. Mjög er hætt við
að fyrnist yfir ýmislegt frá fyrstu árunum. Það
ei nauðsynlegt að bjarga því frá glötun fyrr en
fíðar. Þetta gæti orðið stórfróðleg og skemmti-
leg bé>k með fjölda mynda. Þarna mætti bók-
staflega rekja sögu allra skátafélaganna í land-
inu allt til þessa dags. Ég hlakka til að sjá þessa
bók.“
„EN ÚR ÞVÍ að farið er að minnast á nauð-
syn þess að skrifuð verði saga skátahreyfingar-
innar á íslandi, kemur mér í hug, hversu geysi-
46
SKATABLAÐIÐ