Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 16

Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 16
SÍGM. R. FINNSSON: ■pyAÐ var logn, en rigningin var óskapleg. Regnið steyptist í stórflóðum af hús- þökunum niður í ryðgaðar vatnsrennurn- ar og fyllti ailar tunnur, keröld og brunna. Mórauðir lækir runnu eftir götunum, ber- andi spýtna- og bréfarusl eitthvað út í óviss- una. Húsgaflamennirnir hímdu undir hús- göflunum, lotnir í herðum með hendurnar djúpt niður í buxnavösunum. Öðru hvoru litu þeir til veðurs, grettu sig og spýttu mórauðu. „Skárra er það regnið“, og þeir óku sér í öxlunum og spýttu. YKTAR MINNINGAR „Fiásögn“ af útilcgu í Eiliðaey. Við bæjarbryggjuna lá aldraður, tví- stefndur vélbátur, og var léttbátur bundinn við afturstafn hans. Skátahópur kom ofan bryggjuna, berandi alls konar útilegufar- angur og það glamraði í pottum, gfösum og könnum við hvert skref, sem þeir stigu. í þessum fjölmenna skátahóp kenndi margra grasa, sveitar- og deildarforingjar spígsporuðu valdsmannlegir á svip í for- ingjajökkum með barðastóra hatta, ffokks- foringjarnir belgdu sig út og gerðu sig fyrir- ferðamikla, og rigningardroparnir skullu á raðir af ársstjörnum og sérprófamerkjum. Við, óbreyttu skátarnir og nýliðarnir, störð- um hugfangnir á öll þessi merki, snúrur og lengd og lengd sporsins má með nokkurri nákvæmni segja, hve hár maðurinn er. Maður, sem gengur, sýnir greinilegt far eftir allan fótinn. Á hlaupum gera tærnar dýpra far, lengra verður milli sporanna og það berst ofurlítið upp úr sporinu. — Stundum ganga menn aftur á bak, til þess að villa öðrum sýn. Þá verða skrefin styttri en ella og dýpra far eftir hælinn. Séu rnenn berfættir, er jafnvel ennþá auðveld- ara að þekkja sporin sundur. Dragðu línu frá enda litlu táar að enda stórutáar og athugaðu, hver afstaða hinna tánna er til þeirrar línu. Afstaða tánna er yfirleitt ekki sú sama hjá neinunt tveim mönnum. IY1IMKUR e & * & C' Aldur spora. Mjög erfitt er að segja til um aldur spora, jjó er liægt að fá nokkra hugmynd um hann, ef rignt hefir í sporið eða sandur blásið í þau. Skátinn verður þá að vita, hve langt er síðan byrjaði að rigna eða hyenær fór að hvessa. 36 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.