Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 18

Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 18
blúndur, tákn virðingar og valds. Var ætl- un okkar að fara í útilegu í eyju þá, er Elliðaey heitir og liggur skammt austur af Heimaey. Er hún erfið og jafnvel ófær uppgöngu nema í stilltum sjó. Á tveim stöðum á eynni, austan og vestan, eru mó- klapparfláar, er ganga í sjó út. Má þar leggja að róðrarbát, meðan sjór er stilltur, Er við vorum allir komnir um borð og landfestar voru leystar, komu aðstoðarkokk- ur og aðstoðarkokkur aðstoðarkokks niður bryggjuna, dragandi á eftir sér heljarmik- inn steinbít. Var þessi virðulega þrenning innbyrt og síðan haldið af stað. Ferðin út að eynni gekk bæði fljótt og vel. Sjósóttar varð ekki vart, því að sjór var sléttur og leiðin stutt. Voiu farnar fjórar íerðir af léttbátnum með menn og farangur að eystri flánanum. Gekk allt stórslysalaust, nema steinbíturinn glataðist og hvarf niður í hin ógurlegu undirdjúp hafsins. Er upp á eyna kom, blöstu við okkur grasi grónar grund- it, lautir og balar. Hér og þar stóðu kindur í skjóli við kletta og moldarbörð. Er við nálguðumst þær, gengu þær til móts við okkur, stönzuðu skammt frá, hölluðu undir flatt, jörmuðu og hlupu síðan brott. Hefir þeim víst ekki litizt á þennan stuttbuxna- hóp. Okkur til mikillar ánægju hætti rign- ingin á meðan við voruni að tjalda, og skömmu síðar stóðu átta lítil, hvít skáta- tjöld hlið við hlið í litlu dalverpi. Klukk- an tíu urn kvöldið var öllum boðið að ganga til hvílu, og skömmu síðar hrutu menn, hver í kapp við annan. Klukkan átta næsta morgun vorum við allir vaktir. Var þá þurrt veður og sól á lofti. Þúsundir fugla flugu fram og aftur meðfram björg- unum, og öllu ægði saman, hröfnum, veiði- bjöllum, máfum, svartfuglum o. fl. o. fl., og allt var þetta gargandi, nema lundinn. Hann flaug hratt, þagði og skammaðist sín fyrir alla sína lús. Útilegustjórinn haíði slegið upp heljar- mikilli auglýsingu um allar reglur og dag- skrárliði útilegunnar, sem sé tjaldskoðun, gönguferð, máltíðaskiptingu, leiki og varð- eld. Ætla ég ekki að orðlengja um tjald- skoðunina og gönguferðina, því að hvort um sig fór fram á hinn prýðilegasta máta. Er matartíminn var kominn, flutti kokk- urinn og aðstoðarmenn hans afsakanir fyrir þvi, hve fiskurinn væri lítill, og kenndu steinbítshvarfinu. „Það skal ekki verða sparað við ykkur, er að grautnum kemur,“ sögðu þeir og nurfu inn í matartjaldið. Inn í matartjaldinu stóð heljarmikill grautarpottur á „prímus“, og var vel kynnt undir. Hrærði aðstoðarkokkur í pottinum með fornri sleif. Nú vildi svo óheppilega til, að af einhverjum ástæðum valt „prímus- inn“ um koll, og sjóðheitur grauturinn flæddi yfir gólfið eins og hraunleðja. Slíkt æði, scm kokkurinn fékk, hefir ekki þekkzt í manna minnum, og skaðræðisöskrið, sem hann rak upp, var ógurlegt. Jós liann grautnum með báðum höndum upp í pott- inn aftur, meðan aðstoðarkokkarnir stóðu lijá stirðnaðir af skelfingu. Síðan bætti hann vatni og mjólk í pottinn, setti hann á „prímusinn“ og kveikti undir. Tók skát- ana nú að lengja eftir grautnum og hófu allhávært garnagaul. Skömmu síðar var grauturinn borinn fyrir hinn hungraða mannsöfnuð. Eítir að menn höfðu borðað nægju sína, var kokkunum til mikillar undrunar mikið eftir í pottinum. Dagurinn leið í glaum og gleði, og er komið var tindir kvöld og við sátum syngj- andi við varðeldinn, byrjaði að hvessa af austri. Klukkutíma síðar, er báturinn kont að sækja okkur, var ófært við eystri fláann. Var þá brugðið skjótt við, og fluttum við allan farangurinn að vestri fláanum. Eftir mikla erfiðleika tókst okkur að koma mönn- 38 SKATAB LAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.