Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1947, Page 24

Skátablaðið - 01.04.1947, Page 24
12. Lirfusafn. Já, þetta er engin prent- villa. Athugið myndirnar vel. í stórt sultutaugler, trékassa með gleri yfir eða eitthvað slíkt, lætur þú allar lirfur, sem þú linnur, og gefur þeim svo daglega ný blöð af trjám, sem þær eru vanar að lifa á. Einn góðan veðurdag munt þti sjá, að lirfurnar hafa breytzt í fiðrildi og þá getur þú annað livort sleppt þeim eða tekið þau í safnið þitt, — en það þarf þolinmæði til þess að gæta lirfa. Þú getur líka þurrkað og hert lirfurnar. Lirfurnar eru þá drepnar með brennisteinskolefni, en síðan eru innyflin strokin varlega út úr þeim með blýant (sjá mynd á bls. 43). Brennisteinskolefnið er eldfimt, þess vegna verðúrðu að bíða með áíramhaldið þangað til það er allt gufað upp. Þá er puntustrái stungið inn í lirfuna og hún blásin út og þurrkuð í sérstökum ,,ofni“, sem búinn er til úr málmneti og sprittlampa (sjá mynd á bls. 43). Síðan sett í öskju með gleri eða glærum pappír yfir. 13. Fiðrildi. Varla eru til litauðugri kvikindi og því gaman að eiga þau. Fyrst eru þau drepin með brennisteinskol- efni og sett í „gapastokk" (sjá mynd á bls. 43), svo að vængir, þreyfarar og fætur haldi eðlilegri lögun. Þegar fiðrildið er orðið þurrt, þá er prjón stungið í gegnum búk þess og það látið standa á korkplötu eða einhverju slíku í loftþéttum kassa með gler- loki. 14. Jurtir. Þá er nú það bezt þekkta og vinsælasta eftir: jurtirnar. Þær eru teknar í heilu lagi (rót, stöngull, blöð og króna) og settar undir farg (ekki of þungt) milli dagblaða, sem taka rakann til sín og því þarf að skipta nokkrum sinnum um. Sumar jurtir verða svartar við þurrkunina. Taktu þá aðra, en dýfðu henni augnablik í sjóðandi vatn áður en þú setur hana undir fargið. — Síðan límt á spjald og nafn skráð. Ég hefi nú talið upp ýmislegt. Auðvitað er enn margt ótalið, en það er ekki ætlun- in að þú eigir að safna þessu öllu, heldur taka eitt eða fleiri atriði fyrir í einu. Hver flokkur ætti að reyna að sérhæfa sig og afla sér þekkingu á því dýri, þeim fugli, eða því blómi, sem flokkurinn er kenndur við. Hvernig væri flokkssafnið: „Flokks- dýrið“? Gleðilegt sumar! — Góð veiði! Með skátakveðju. IMLALAPANZI. Kvenskátamót í Danmörku. Bandalagi íslenzkra skáta hefir borizt bréf frá K.F.U.K.-skátum í Danmörku, við- víkjandi móti, sem halda á við Hindgavl Gods við Middelfart, vikuna 23. júlí til 1. ágúst. Auk þess er erlendu skátunum boðið af hinum dönsku sveitum að dvelja til 6. ágúst í skátaheimilum víðs vegar um land- ið. Boðið er 50 þátttakendum. Mótsgjaldið er 30 danskar krónur. B.Í.S. hefir skipað þriggja manna nefnd til að annast undirbúning mótsins og reynt verður að skipuleggja sameiginlega ferð á mótið frá Reykjavík. Kostnaður mun verða um 1000 kr. lauslega áætlað. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Enn hafa ekki nema tíu kvenskátar sótt um þátttöku, en hana á að tilkynna til B.Í.S. í pósthólf 831. Æskilegast væri, að félagsforingjar sæktu um þátttöku fyrir félaga sína. 44 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.