Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 12

Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 12
inn og varpa síðan spjótinu að Shen og drepa dýrið, þegar það kæmi til baka aítur. Það stóð heima. Eins og Kulumala liafði gert ráð fyrir, fór Shen nákvæmlega sömu leið til baka. Og það var ekki um að vill- ast, Shen var með einhverja byrði í kjaft- inum. Og þegar Shen kom nær, sá Kulu- mala sér til mikillar skelfingar, að þetta var litli bróðir hans. Utan við sig af reiði ætlaði Kulumala að kasta spjótinu í dýrið, en á síðasta augnabliki hætti hann við það. Hann hcfði alveg eins getað liitt bróður sinn, þar sem dýrið var með hann í kjaftinum. Og í stað þess að kasta, stökk Kulumala í einu vet- fangi niður úr trénu og hrópaði: „Snúðu við og reyndu að berjast, hugleysinginn þinn!“ Shen staldraði ögn við og horfði í áttina til Kulumala, en hélt að því búnu áfram hlaupunum. Shen liafði þegar náð sér í allálitlega máltið. Það var því minni ástæða til þess að berjast að sinni. Þegar Kulumala sá, að þetta hafði engan árang- ur borið, greip hann stein og kastaði hon- um á eftir dýrinu. Steinninn hæfði. Shen sleppti barninu, sneri við og öskraði af sárs- auka og reiði. En jretta var einmitt það, sem Kulumala ætlaðist til. Ef hann bara gæti fengið Shen til þess að elta sig, myndi sá litli áreiðanlega fela sig í skóginum á meðan. Sjálfur gat Kulumala alltaf komizt upj) í tré. En dýrið var frárra á fæti nú svo að Kulumala gæfist tækifæri til þess að flýja. Shen kom mcð ofsahraða í áttina til hans, og hnipraði sig saman til stökks. Það var ekki um annað að ræða. Kulumala varð að kasta spjótinu — og hæfa dýrið. Á sama augnabliki og Shen stökk, kastaöi Kulumala spjótinu af öllu afli, en beygði sig niður um leið til þess að verjast betur högginu. Og hann fékk þungt og rnikið högg, sem varpaði honum til jarðar. Um stund lá hann á grúfu og hreyfði hvorki legg eða lið. En hann varð mjög hissa, er dýrið réðist ekki á lxann, engar klær rifu hann og enginn skoltur læsti sig um háls hans. Hann leit upp. Um það bil meter frá honum lá tígrisdýrið — steindautt —. Spjót- ið hafði hæft það í hjartastað. Kulumala stökk á lætur og rak ujrp siguróp. Svo hljóp hann til bróður síns og tók hann upp. Hann var ómeiddur. Með bróður sinn í fanginu hélt Kulumala sigurglaður heim á leið, en „Tígrabana“ varð hann að skilja eftir. Spjótið sat fast í skrokk dýrsins. Kulu- mala tókst ekki að ná því. Unt kvöldið var Kulumala tekinn í tölu hermannanna. Ingþór Haraldsson þýddi lauslega úr dönsku. FRÁ ÚLFLJÓTSVATNI. Nú fer skátaskólinn að byrja starf sitt aftur. Hér sést mynd af „Vatns-skátunum“ 32 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.