Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Page 26

Skátablaðið - 01.12.1960, Page 26
Einn af kennurunum, Eirikur Jóhannesson. undir umsjón kennara. Þá eru kennd ýmis skátafræði, verkleg og skrifleg, einn- ig fá nemendur verkefni til úrlausnar. 3. áfangi er fólginn í því, að stjórna sveit í fjóra mánuði eftir áður gerðri dagskrá og halda dagbók um það. Nú í sumar var haldið 2. Gilwell-nám- skeiðið hérlendis á vegum B.Í.S. Leiðbein- andi námskeiðsins var framkvæmdastjóri norska Gilwell-skólans, Odd Hopp, en skólastjóri var Björgvin Magnússon. Alls sóttu námskeiðið 22 skátaforingjar frá 9 stöðum á landinu. Dagarnir voru fljótir að líða þessa viku á Úlfljótsvatni Dagurinn var tekinn snemma og eftir morgunverð og stranga tjaldskoð- un, hófst kennsla, ýmist inni eða úti, verk- leg eða skrifleg. Eftir miðdegisverð voru tvær kennslustundir og um kvöldið kvöld- vaka. Okkur fannst öllum að í sólarhringn- um mættu vera 28 stundir, svo við hefðum tíma til að skrifa hjá okkur það markverð- asta, sem gerzt hafði um daginn. Við komumst að raun urn að skátahreyf- ingin er frekar á undan tímanum, því eitt kvöldið lentu geimskip þarna og kom til „blóðugra" átaka með geislabyssum (vasa- ljós). Einnig áttum við að fara yfir geisla- virkt fljót á vindubrú. Svona rnætti lengi halda áfram, en það var ekki allt leikur, því einnig var rætt um efni alvarlegs eðlis, svo sem trúarbrögð. Það, sem bar hæst, var „Hike“-ferðin, en hún tók 25 tíma, og báru menn allan farangurinn og matarskammtinn í bakpok- um. Vegalengdin, sem farin var, var yfir- leitt 25—30 km, og var leiðin ekki valin á auðveldustu stöðum. f ferðinni bar margt á góma. f einum iiokknum svaf einn uppi á ísskáp um nótt- ina og hann fullyrti daginn eftir, að hinn fíni titringur frá mótornum hefði valdið því, að hann var ekki með harðsperrur þeg- ar hann vaknaði. í öðrum flokki ætluðu meðlimirnir að nota tækifærið, er bóndinn hóf mjaltir, og færa dagbækur sínar. Settust þeir á smá- skemla á gangstétt við flórinn, en áttu brátt fótum fjör að launa, þegar beljugreyin tóku að tæma skóhlífar sínar. Þar sannaðist mál- tækið: „þegar ein belja......þá .... allar hinar líka.“ Ég vil að lokum þakka skólastjóra og kennurum fyrir ágæta kennslu og ánægju- lega samveru, um leið og ég beini þeim tilmælum til þeirra skátaforingja, sem vett- lingi geta valdið, að fara á Gilwell, því „Austur á Úlfljótsvatni er skátaháskólinn." 82 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.