Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 5

Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 5
Skátahreyfingin á íslandi stendur nú á tímamótum, sem vert er aS minnast með sóma, og hefur ýmislegt þar aS lútandi verið gert, t. d. Tímamótamót Reykjavíkurskáta í sumar, og verður eflaust fleira gert á þeirra vegum til aS minnast þessara tímamóta. Þetta eintak er helgaS 60 ára starfi íslenzkra skáta aS nokkru, m. a. annáll 60 ára starfs skáta á Tslandi, nokkrir foringjar, bæSi af yngri kynslóSinni, svo og hinni eldri, segja skoSun sína á málum hreyfingarinnar, efnt er til verSlaunagetraunar og birtar margar rnyndir, bæSi gamlar og nýjar. Þá er ekki úr vegi aS minnast á þann þátt, sem B.í. S. á í aS minnast þessara tímamóta, en þaS er útgáfa veglegrar bókar um skátamál og ferSa- lög almennt. Hvort ætlunin hefur veriS f upphafi aS bókin kæmi út á þessu ári erum viS ekki vissir um, en alla vega er hún merkur áfangi í starfi skátahreyfingarinnar. Annar liSur í blaSinu, sem vert er aS minnast á, er sérstakur blaSa- auki, og er þar greint frá helztu skátamótum, sem haldin voru á fslandi í sumar, bæSi í myndum og máli. Askriftafjöldi blaSsins jókst verulega í sumar, eSa nálægt 110%, sem vissulega er góSur árangur, en betur má ef duga skal, því þrátt fyrir svo mikla aukningu hlutfallslega, eru áskrifendur enn allt of fáir. Nú höfum viS fengiS umboSsmenn í mörgum félögum landsins, og birtist skrá yfir þá annars staSar í blaSinu. Skorum viS á einhverja aSila í þeim félögum, sem enn vantar umboSsmenn í, aS gefa sig fram og leggja okkur liS meS því starfi, sem umboSsstarf krefst. f seinasta tbl. auglýstum viS eftir um- boSsmönnum, og buSum umboSslaun. ÞaS boS stendur enn, og meira aS segja hafa þau veriS hækkuS all verulega. Næsta tbl. sem koma á út í desember, verSur aS mestu helgaS jólun- um, og vonumst viS til aS heyra frá ykkur tillögur aS efni í þaS blaS, eSa jafnvel fá efni frá ykkur, hvort heldur sem eru frásögur, leikir eSa annaS, sem hægt væri aS birta. AS lokum sendum viS íslenzkum skátum, hvar sem er á landinu, beztu hamingjuóskir í tilefni af 60 ára starfi drengjaskáta og 50 ára starfi kven- skáta, og óskum hreyfingunni alls hins bezta á komandi árum. MeS skátakveSju. Ritstjórn. SKATABLAÐIÐ 5

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.