Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 16

Skátablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 16
þOR SANDHOLT Þökk fyrir bréf Skátablafts- ins, dags. 7. maí 1972, með spurningum um skátastarf. Mér er það ánægja að reyna að svara þeim, en auðvitað mótast þau, svörin, af þeim viðhorfum, sem ég hefi í dag og endurspegla því ekki þau sjónarmið, sem ég hafði ung- lingur, þá þátttakandi í hinu raunverulega skátastarfi. En það segir sig sjálft, að þá hafa hugsjónirog störf skáta heill- að mig og gefið mér eitthvað, annars hefði ég horfið á braut fljótlega. Hvað viltu segja um kynni þín af skátahreyfingunni? Þau eru mjög góð almennt talað. Þegar ég sezt niður við að svara þessum spurningum, erégaðkoma úr stuttri heim- sókn á skátamót S.S.R. við Úlfljótsvatn. Þar var rigning, en augljóst að samt var gleði oghlýja íhjörtum hinna mörgu þátttakenda. Nokkrar skáta- stúlkur svöruðu mér glaðlega erégspurði, að það væri mjög gamaná svona móti þótt rign- ingværi, en e.t.v. ennþá meira gaman ef sól skini. Þessi svör staðfesta reynslu mína af úti- lífi með skátum. Viðfangsefn- in íútilífinu eru þess eðlis, að skátarlæra að njóta þess,þótt veður sé ekki alltaf eins gott og það bezt getur verið, enda mundum við þá ekki læra að umgangast íslenzka náttúru og veðurfar. Endurminningar frá skátamótinu, sem ég fékk að taka þátt í að Laugarvatni, 1927 minnir mig, rifjast upp í dag. Allar götur síðan hefir tjaldbúðalíf heillaðog útiveran lokkað mig, og égsé að skáta- hreyfingin á fslandi heldur á- fram að kenna ungu fólki góða umgengni á víðavangi, rétt viðbrögðvið mismunandi veð- urfari og útilífsstörf við hæfi mismunandi aldursflokka. Ef hreyfinginheldur þessu áfram, semég efa ekki, þykist ég vita að hún eigi eftir að styrkja marga þreklitla unglinga til góðrar heilsu langt fram eftir æfi. Þettatelég að skátahreif- ingin hafi gert fyrir mig með því að kveikja í mér þrána til útiveruog útilífs, jafnvel langt frá mannabyggðum. Jafnframt útilífsstörfum þróar skáta- hreyfinginmeðungufólki holla félagshyggju, virðingu fyrir þjóðlegriog alþjóðlegri menn- ingu, góðum siðum, og getur a.m.k. aukið skilning á and- legum og veraldlegum verð- mætum. Allt þetta, sem ég tel aðkynnimín af skátahreyfing- unni hafi sýnt mér, byggist að sjálfsögðu á því, að hún hafi á að skipa hæfum skátaforingj- um á öllum stigum og öllum aldri, foringjum, sem sjálfir hafa stundað skátastörf og hafa jákvæð viðhorf gagnvart hreyfingunni. Um leið og for- ingjaskortur segir til sín, er hætta á ferðum. Ég væri því þakklátur ef þeir, sem kynnu að lesa þessa þanka, minntust orðtaksins: „ eitt sinn skáti, alltaf skáti„ og legðu þann skilning í orðin að gera sér far um að styrkja hreyfinguna með ráðum og dáð, hvenær sem færi gefst. Telur þú grundvöll fyrir skátastarfi nú svipaðan, og var fyrir sextíu árum? Já, grundvöllurinn er fyrir hendi, þótt hann sé örlítið breyttur með breyttum þjóð- félagsháttum. T. d. eru fleiri aðilar nú á dögum, sem gætu séð fyrir tómstundaiðju ung- linga, en margir, allt of marg- ir þeirra aðila hugsa meira um það fé, sem unglingarnir kunna að ráða yfir, en að byggja þá upp sem dugandi þjóðfélagsþegna. Ég vil þess vegna bæta því við, að ég tel þörfina fyrir fjölmenna og öfluga skátahreyfingu ennþá meiri nú, en fyrir 60 árum. Skátahreyfingin getur bjargað mörgum unglingi frá solli, á- hugaleysi og öðru miður hollu, og beint þeim þess í stað inn á brautir, semliggjatil mann- dóms og hollrar útiveru, og því er þörfin meirinú en áður. A hvern hátt telur þú hreyf- inguna þurfa aðþróast á næstu árum? Mér finnst miklu örðugra að ræða um framtíðina en orðinn hlut og þá reynslu, sem liðið æfiskeið hefir veitt. Þó þykir mér óhætt að segja þetta: Hreyfingin á að halda fast við rótgróin grundvallarsjón- armið og byggja áframhald- andi þróun á þeim. Hér á ég við eflingu útilífs, þroskandi, uppbyggilegt og fjörlegt vetr- arstarf, byggt á skátaflokka- kerfinu, skipunflokkaí stærri heildir (sveitir) og félög. Skátafélög mega vera mörg, en þáverða þauað vinna sam- an og eflahvert annaðí drengi- legum metnaði, en ekki draga hvert annað niður. A sama hátt og það er óhollt hverri félagseiningu, hvort sem hún er lítil eða stór, að vera und- ir þvingaðri ofstjórn, er það jafn hættulegt að búa við van- stjórn eða stjórnleysi. Ung- lingar þurfa hollt aðhald, en ekki þvingun. Félagsform hreyfingar eins og skátahreyf- ingarinnar, í einstökum atrið- um, skiptir ekki öllu máli, ef aðhaldið og stjórnsýslan er hæfileg á hverju þroska- og félagsstigi fyrir sig, og ef heildarsamtök eru einnig hæfi- lega sterk og hæfilega víðsýn. Að lokum vil ég bera fram góðar óskir til Skátablaðsins í von um að það megi minnast 60 ára skátastarfs á íslandi á verðugan hátt og í framtíðinni verða styrk stoð hreyfingar- innar í þessu landi. Jafnframt votta ég brautryðjendum skáta- hreyfingarinnar, bæði látnum og lifandi, virðingu, fyrir að hafa rutt slíkri hugsjón, sem skátun er, braut inn í íslenzkt þjóðlíf, en ég tel að hreyfing- in hafi nú fest hér rætur svo rækilega, að hún verði ekki upprætt, nema með miklu á- taki, eða með rotnun innanfrá, sem ég einlæglega óska að aldrei verði. Með einlægri skátakveðju. Þór Sandholt, Reykjavík. 1 6 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.