Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Síða 21

Skátablaðið - 01.12.1972, Síða 21
KfOUHSE®! ★ ★ ★ W JiLFJ JU U 'J ®jaBHKB® 11®? VORMÓT HRAUNBÚA Hraunbúar í Hafnarfirði héldu 33. vormót sitt helgina 2.-4. júní, í Krísu- vík. Mótsstjóri var ÞórSur Guðlaugs- son. Þátttakendur voru um 400 frá Hafnarfirði og Reykjavík. Rigning var allt mótið, en þó ekki kalt. Rammi mótsins var FRIÐUR. Ylfingar og ljós- álfar komu í heimsókn á sunnudag. (Sjá myndaopnu í 2. tbl. Skátablaðsins þetta ár). TÍ MAMÓTAMOT Skátasamband Reykjavíkur gekkst fyrir afmælismóti við Úlfljótsvatn, helgina 6.-9. júlí, til að minnast 50 ára starfs kvenskáta og 60 ára starfs drengjaskáta. Mótsstjóri var Sigrún Sigurgestsdóttir. Þátttakendur voru frá Reykjavíkurfélögunum, Kópum, Kópa- vogi og Vífli, Garðahreppi, og voru þeir alls um 600. Rigning var svo til allan tímann, en frekar hlýtt. Þá voru um fjörutíu tjöld í fjölskyldubúðum. Rammi mótsins var TfMINN, og voru verðlaunagripir og gjafir til félaga í samræmi við það, eða klukkur. Þá má geta þess að veglegur mótsbæklingur var gefinn út, og gaf prentsmiðjan Seg- berg alla vinnu við hann. Ylfingar og ljósálfar komu í heimsókn á mótið. D RÓT TSKÁTAMÓT Hamrabúar í Reykjavík voru búnir að auglýsa og undirbúa mót fyrir eldri skáta, og átti að halda það í Mardal um 18. ágúst, en því var aflýst vegna veð- urs. BOTNS DALSMÓT Skátafélag Akraness gekkst fyrir skátamóti í Botnsdal um Jónsmessuna. Mótsstjóri var Guðbjartur Hannesson. Þátttaka var víða af landinu. Voru um 700 þegar flest var, og er það fjöl- mennasta mót, sem haldið hefur verið á þessum stað. Má segja að veður hafi verið gott, þó rigndi talsvert aðfara- nótt laugardags og fram eftir deginum. A laugardag var heimsóknardagur, og kom þá fjöldi gesta, meðal þeirra var forseti fslands, Dr. Kristján Eldjárn. Rammi mótsins var NYTT, NYTT, NYTT. Ylfingar og ljósálfar voru eina nótt á mótinu. LANDNEMAMÓT Skátafélagið Landnemar héldu sitt árlega skátamót í Viðey, og er það í annað sinn, sem skátamót þeirra er haldið þar. Mótsstjórar voru Þórður Adolfsson og Haukur Haraldsson. Þátt- takendur voru frá Reykjavík, Garða- hreppi, Kópavogi, Njarðvíkum, Hafn- arfirði, Keflavík, Akranesi og Vest- mannaeyjum, og voru þeir um sex hundruð. Mótsstjórn taldi eftir á, að veður hefði verið gott, þó ekki sól, en frekar lítil rigning. SKÁTAMÓT VARNARLIÐSINS Skátar, búsettir á Keflavíkurflug- velli, héldu sitt skátamót um verzlun- armannahelgina, innan girðingar Kefla- víkurflugvallarins. Ekki hefur blaðið fregnað frekar af því, en vonandi verð- ur hægt að segja eitthvað frá mótinu í næsta tbl. 2 1 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.