Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 8
136
mælt“—sögðu Gyðingar þeir, sem búsettir voru í Eóm,
við Pál postula, er liann kom þangað bundinn úr sjóferð-
ínni austan úr lieimi, einsog frá er skýrt seinast í Post-
ulasögunni. Þar var að rœða um kristna kirkju á fyrsta
mannsaldri hennar í heiminum. Sama álit innvann
kirkjufélag vort sér nálega undireins. Pví var hver-
vetna mótmælt, oft harðlega illmælt. Það má víst hik-
laust fullyrða, að enginn félagskapr hafi nokkurn tíma
myndazt í sögu þjóðar vorrar, sem mönnum hafi verið
jafn-sterklega og jafn-látlaust uppsigað við einsog
kirkjufélag þetta. Sá sannleikr er svo alkunnr, að í
rauninni er óþarft að fœra þar til nokkur rök, enda er
sú saga kynslóðinni, sem nú stendr uppi, enn í fersku
rninni. Þö skal nú drepið á nokkur einstök atriði.
Tvenn samtök hófust mjög bráðum eftir myndan
kirkjufélagsins, beinlínis í þeim tilgangi að vinna móti
stefnu þess og starfsemi, önnur í helztu byggð fólks vors
í Bandaríkjum, liin á megin-stöð Yestr-lslendinga í
Canada, hér í Winnipeg-bœ. Eg á við Menningarfélagið
í Norðr-Dakota 0g Únítara-félagskapinn íslenzka hér
nyrðra, Þá má og minna á blaðið íslenzka hér, sem
nefndi sig eftir hinu fornfræga söguriti Snorra Sturlu-
sonar, og hefir stöðugt verið uppi og á vakki um vestr-
byggðir ’lslendinga með bo'ðskap sinn frá því rétt eftir
að kirkjufélagið myndaðist, Allir, sem nokkuð til
þekkja, vita vel, hvert markmið þess málgagns hefir
verið í trúarefnum og hvernig afskifti þess hafa verið
af kirkjufélaginu 0g starfsemi þess. Þar var frá önd-
verðu og ávallt síðan að því vísu gengið, að býsna-mikið
væri til af kulda og hleypidómum gegn kirkju og krist-
indómi hjá íslenzkri alþýðu; hitt þó enn vitanlegra, að
eitthvert augsýnilegasta einkenni íslenzku skólamennt-
unarinnar hinum megin við hafið var truleysi. Auð-
vitað því, að lítt myndi það verða vænlegt til vinsælda
að halda fram sömu stefnu í trúmálum sem kirkjufé-
lagið með svo ótvíræðu letri hafði ritað á merki sitt
frammi fyrir augum almennings. Meginstöð íslenzks
menntalífs hafði lengi verið í herbúðum ungra manna. af
þjóðflokki vorum á námsvegi þeirra við háskólann í