Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 26
kandídat og trúboöi hr. Sigrbjörn Ástv. Gíslason og séra Valdemar
Briem, hinn kjörni Skálholtsbiskup, sálmaskáldið, sendu bróöurleg
ávörp, sem lesin voru á þinginu i heyranda hljóöi. Fleiri kveöju-
ávörp til kirkjufélagsins meö heillaóskum voru lesin upp fyrir þing-
inu: frá dr. Weidner, forstööumanni prestaskólans lút. í Chicago, dr.
Norelius, forseta Ágústana-synódunnar sœnsku, dr. Dahl, forseta
Sameinuöu kirkjunnar norsku, og séra Jóni J. Clemens, sem áör
heyrði ísl. kirkjufélaginu til, en er nú prestr í Guelph, Ont
Hinsvegar höfðum vér þrjá heiðrsgesti hjá oss í þetta skif,ti,
sem sátu um hríð með oss á þinginu, einhverja ágætustu og bezt
þekktu lærifeðr lútersku kirkjunnar í heimsálfu þessarri. Þaö voru
þeir dr. G. H. Gerberding frá prestaskólanum í Chicago, dr. H. E.
Jacobs frá Philadélphia, decanus prfestaskólans lúterska þar
fMt. AiryJ, og dr. H. G. Stub, frá Hamline prestaskóla í St. Paul,
vara-formaðr Norsku synódunnar. Koma þeirra hvers um sig varð
þinginu stórkostlegt fagnaðarefni. Þeir ávörpuðu þingiö allir hvaö
eftir annað hinum hjartanlegustu og samúðarfyllstu oröum, lýstu
hátíðlega yfir því, hvílíkt fagnaðarefni þeim væri það—og þeim
mörgu, er þeir væri fulltrúar fyrir—, að kirkjufélag vort stœði á
nákvæmlega sama grundvelli trúarinnar og þeir og hefði með guðs
hjálp staðizt í hinni hörðu baráttu þeim grundvelli til varnar,
Einn þessarra þriggja heiörsgesta, dr. Stub, kom með 500 doll-
ara gjöf í júbíl-sjóðinn frá brœðrunum í kirkjufélagi hans.
Því miðr varð dr. Gerberding aö fara burt áðr en mesti stór-
hátíðar-dagrinn, sunnudagrinn 19. Júní, rann upp. Hinir tveir
komu seinna og gátu lengr staðið við.
Þrjár guðsþjónustur, einstaklegar og mjög hátíðlegar, voru
haldnar í Fyrstu lútersku kirkju þann dýrðlega drottinsdag. Fvrst
árdegis eftir kl. hálf-ellefu. Þá var eingöngu sungið úrval úr há-
tíðarljóðunum miklu og fögru eftir séra Valdemar Brienj, sem í
heild sinni eru prentuð í Minningarritinu. Það úrval látum vér
birtast í blaði þessu. Að líkindum hreif þetta vers flesta af oss
meir en nokkuð annað:
„Krists merki sett vér höfum hátt,
vér hopa’ ei vildum spor.
Vér guðs orð höfum óskert átt,
það eitt er heiðr vor.“
Ritstjóri „Sam.“ prédikaði út af Pg. 23, 11. 12. Sú prédikan
birtist öll í blaði þessu. Á fyrsta kirkjuþingi fyrir 25 árum prédik-
aði hann einnig, og var partr af prédikan þeirri endrprentaðr (úr
„Leifi“J í Júní-blaðinu.
Við lok guðsþjónustu þessarrar gjörði forseti kirkjufélagsins
þingheimi og söfnuði það kunnugt, að sá, er þá hafði prédikað, væri
af Thiel College í Pennsylvania ÖGreenvilleJ útnefndr doktor í guð-
frœði. Út af þeim óvænta heiðri talaði J. Bj. enn nokkur orð og
bað menn að biðja fyrir sér, að hann ofmetnaðist ekki af þessu