Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 14
142 og frelsara trúr. Látum oss framvegis nœgja þaÖ, ef vér í ljósi guðs orðs vitum einsog að undanförnu, að er- indisbréf vort höfum vér frá drottni og að liann er með oss einsog hann forðum var með Páli postula á kross- ferli hans og hefir verið með öllum sínum. 2. Einn ])áttr í krossi þeim, sem guðs börnum er búinn í eyðimerkr-leiðangrinum hér, er meðvitund eigin veikleika, sérstaklega einmitt veikleika í trúnni, — með- vitund, sem stundum verðr mjög tilfinnanlegr sársauki, jafnvel meiri en svo, að nokkrum tárum taki. Svo stóð einmitt, að því er mér skilst, á fyrir Páli postula, þá er það gjörðist, sem frá er sagt í hinu fvrra versi texta vors. Við þeirri reynslu verðr hver einstakr af oss í fylking drottins hér í kirkjufélaginu íslenzka lúterska. að vera búinn framvegis engu síðr en að undanförnu. Hjá slíkum freistingum verðr ekki komizt af neinum trúum þjóni drottins meðan hann enn á heima hérnamegin. Láti menn aðeins þær sérstöku krossraunir einsog allar aðrar, sem fyrir koma, verða sér drottinlega hvöt til heitrar sterkrar bœnar til guðs í Jesú nafni, binda sig fastar og fastar í anda við hjarta frelsarans. 3. „Einsog þú hefir vitnað um mig í Jerúsalemt4 — segir drottinn við Pál í textanum — „eins ber þér einnig að vitna í Róm.“ Hvað myndi þetta eiga að merkja fyrir oss — kirkjufélagið íslenzka lúterska? Það, að drottinn er að benda oss, einsog hann var að benda post- ulanum, á stórkostlega miklu víðtœkara starfsvið fram- vegis en að undanförnu. Páll hafði þráð að mega kom- ast með boðskapinn um Jesúm til Rómaborgar — höfuðstaðar heimsins, sem þá var. Hingað til hafði ekk- ert tœkifœri til þess fengizt. En nú — eftir því, vsem drottinn sjálfr segir honum —■ skal þessi ósk hans ná að rætast — nú loksins eftir að liann hefir verið sviftr per- sónulegu frélsi sínu, nú eftir að hann er orðinn bandingi drottins, og það einmitt út af því að svo er fyrir lionum komið, skal þetta geta orðið. Herforinginn rómverski kemst að samsœri Gyðinga gegn lífi Páls og kemr honum svo skyndilega burt úr Jerúsalem til Felix landstjóra í Sesareu. Þar bíðr bandinginn í varðhaldi í tvö ár. Þá

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.