Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 10
138
við hve ramman var reip að draga fyrir kirkjufélagið.
Löndum vorum fjölgaði óðum um þetta leyti hér í vestr-
byggðum. En oss skorti krafta til að breiða boðskap
drottins út á öllum þeim svæðum, enda sá andinn, sem
þar blés á móti, óðum að verða magnaðri, einbeittari,
œstari, því hann vissi sig í bandalagi með samskonar
anda á hærri stöðum fyrir austan haf. Árangrslaust
leituðum vér liðs í þá átt til móðurkirkju vorrar, þá er
verkamannafæðin hér var einna tilfinnanlegust. Var
þá sýnt, að engri mannlegri hjálp utan að komandi fyrir
félag vort var að treysta. Annað veifið mátti reyndar
heyra á kunningjum vorum sumum í hinum íslenzku
austrbyggðum, að þeir vonuðu þó nokkurs góðs af
kirkjufélaginu; þeir gáfu í skyn, að út af tilveru þess
myndi íslenzkt þjóðerni hér fá talsverða lífs-trygging,
svo að fyrir ])á sök hyrfi það þó ekki alveg undireins í
mannlífshaf álfu þessarrar, einsog sumir nærri því
iilakkandi töldu víst; *) en gagn kirkjufélagsins fyrir
fólk vort í trúarlegu og siðferðislegu tilliti — eða í sálu-
hjálpar-efnum virtist fyrir langfæstum koma minnstu
vitund til greina.
í seinni tíð liefir svo sem alkunnugt er nýja guð-
frœðin og fýlgifiskr hennar biblíu-'kritíkin’ vantrúaða
komið til sögunnar hjá oss íslendingum. Þar er van-
trúin í hjúpi vísindanna. Og svo þéttofinn er hjúpr sá,
að f jöldi kirkjumanna eygir ekki fyrst í stað, og lengi ef
til vill, það, sem þar býr undir,—ekki fyrr en hjúprinn er
orðinn snjáðr og kominn að því að verða gatslitinn. A
fyrstu árum kirkjufélagsins höfðum vér nálega alls ekk-
*) 1 „Andvara“ frá 1901 (26. ári) er ritgjörS eftir dr. Þorvald
Thóroddsen me8 fyrirsögn: Hugleiðingar um aldamótin . í síöara
hluta ritsmiðar þeirrar er þáttr einn, á bls. 42—46, sem vert er aS
benda á. Þar gjörir höfund'rinn austanfarir landa sinna og fram-
tíöarhorfur .þeirra hér í álfu aS umtalsefni. Þaö, sem hann, jafn-
meinhœgr maSr aS eðlisfari, lætr þar út úr sér, er ágætt sýnishorn
af dómunum, sem brœ'ðr vorir ekki all-fáir me'ðal heldra fólks fyrir
handan sæ hafa svo títt — i nafni eigingjarnrar og ósannrar ættjarö-
arástar — fundiö sig knúða til aö kveöa upp yfir menningarbaráttu
V estr-tslendinga.