Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 4
132
•án alls kvíða til þess hug’sað, — því vitanlega var hann
frábærlega sterk hetja drottins og taldi sér það upphefð
að ganga undir krossi skyldunnar og krossi mótlætisins
fyrir hann. Þó gat tilhugsan breytingarinnar, sem nú
var orðin á æfikjörum hans, með tilliti til sjálfs hans —
snöggvast í bili — orðið honum all-mikill sársauki. En
vafalaust hefir hitt verið honum miklu sárari hugsan,
hve óbœtanlegt tjón þetta, sem fyrir hann var nú komið,
hlyti sennilega að verða fyrir málefni kristindómsins í
heiminum. Ekfcert því eðlilegra en það, að Páll hafi
verið stórvægilega hnugginn, er liann lagði sig út af
þetta. fcvöld í varðhaldi rómversku hermannanna í
Jerúsalem. Mér skilst, að hann hafi þá búið yfir mjög
raunalegum hugsunum, að því leyti verið í samskonar
sporum og Elía spámaðr forðum niðrbrotinn á flóttan-
um undan reiði Jessabelar, eða einsog Jóhannes skírari
áðr en hann sendi til frelsarans úr myrkvastofunni.
Og vafalaust hefir Páll, annar eins bœnarmaðr, leitað
drottins biðjandi út af þessum döpru raunahugsunum
sínum. Hinn helgi söguritari lætr alls þessa ógetið; en
oss er auðgefið að lesa það út á milli línanna.
Hið fyrra vers textans sýnir afskifti frelsarans af
Páli og hryggðarhugsunum hans þá er hér var komið í
sogunni, og má af því ráða allt þetta liitt, sem látið er á
huldu. Iilustið aftr á það vers: „En nóttina eftir
stóð drottinn hjá honum og sagði: Yertu liugliraustr!
því að einsog þú hefir vitnað um mig í Jerúsalem, eins
ber þér einnig að vitna í Róm.“ Hvort drottinn hefir
í þetta skifti birzt postulanum í vöku eða svefni verðr
ekkert fullyrt um, enda stendr alveg á sama, hvort af
því tvennu verið hefir. Það eitt er í því efni víst, að
drottinn var þessa nótt hjá honum, að Páll vissi af hon-
um þá hjá sér, og heyrði hann tala til sín þessi hug-
hreystingar-orð, sem hér eru eftir frelsaranum höfð. Á
yfirnáttúrlegan hátt hafði Jesús margsinnis talað við
þennan postula sinn áðr. Páll þekkti því fullkiomlega
röddina hans; ekki neitt hætt við, að hann villtist svo á
sjálfmn sér, að hann gjörði ímyndanir sjálfs sín að orð-
um guðs. Einsog postulinn tekr skýrt fram við annað