Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 13
arri reynslu vorri sagt sigri hrósandi; svo og þetta úr Passíusálmunum: „Við mig þótt hatri hreyfi heiftarmenn illgjarnir, enginn kann utan hann leyfi eitt skerða hár á mér.‘ ‘ Og enn fremr þetta alkunna dvrmæta guðs orð: „Hvern þann, sem drottinn elskar, þann sama agar hann, og tyftar hvern þann son harðíega, er liann að sér tekr“ (Hebr. 12, 6). Ofsóknirnar gegn kirkjufélaginu, eins œstar og látlausar og þær liafa verið á gjörvallri liðinni æfi þess, er í œðsta skilningi aðeins einn þáttr í föður- aga guðs við þetta barn hans. Barnið þurfti hirtingar við — hver af ossútaf fyrir s'g, og vér allir sameiginlega. Óvinirnir aðeins hirtingarvendir í hendi guðs. Hirt- ingin lífsnauðsyn — barninu, sem fyrir henni verðr, til óhjákvæmilegrar auðmýkingar, en jafnframt til vaxtar í trúnni, aukinnar þolinmœði, undirgefni undir vísdóms- fullan og kærleiksríkan vilja hins heilaga algóða föður. Guði sé lof og dýrð fyrir revnsluna alla, því hún ætti að verða og liefir áreiðanlega orðið oss til góðs. Hans nafn sé vegsamað eilíflega. Margfaldr lærdómr fyrir kirkjufélagið á ókominni æfi þess felst svo sem að sjálfsögðu í því, er á dagana hefir drifið að undanförnu. Einstök atriði í því lær- dómsmáli vil eg nú benda á — þetta, sem mér skilst að drottinn umfram allt vilji láta fyrir oss brýnt: 1. Allir, sem tekið hafa að sér að halda, boðsltap drottins vors Jesú Krists uppi í hehninum, verða að vera við því búnir að eiga fyrir ])á sök ervitt, standa í stríði, bera krossinn—hnns kross—æfilangt. Kirkjufélagið verðr hér eftir engu síðr en á frumbýlingsárunum, ef það á framvegis að geta verið barn drottins, að hafa hug til þess að þola illt hans vegna, bera hans vanvirðu. „Krists börn eru kross börn‘ ‘ — líka í þeim sldlningi, og það sérstaklega. Speki guðs orðs, sem vér höfum skuldbundið oss að halda á lofti í tíma og ótíma, er heim- inum heimska. Við vinsældum úr þeirri átt má enginn búast, svo framarlega sem hann reynist drottni sínum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.