Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 6
134 sem postulinn í því sambandi hafði í Jesú nafni sett sér fyrir, skuli liafa framgang. Og nú vildi eg með aðstoð guðs leitast við að gjöra tilheyrendum mínum öllum Ijóst, að nákvæmlega sama andstœðan birtist skýrt í trúmálasögu vorri á aldar- fjórðungi þeim, sem liðinn er síðan kirkjufélag vort hið íslenzka og lúterska varð til — og að vér eigum og höf- um öll þessi liðnu baráttuár fyrir blessaða náð drottins átt liið mikla guðlega fagnaðarefni í textanum, og að út af því ætti oss að vera Ijúft að lofsyngja guði af öllu hjarta á þessarri stórhátíð. Þá er kirkjufélag vort hófst fvrir tuttugu og fimm árum, var oss öllum, er að því stóðum, ljóst, að vér vor- um staddir í eyðimörk; enda vorum vér þá að hugsa um eyðimerkr-manninn, Jóhannes skírara, fyrirrennara Jesú, nýfœddan*). Hinn ytri hagr vor þá var svo, að ekki einn einasti safnaðanna í hinum byrjanda félagskap átti skýli yfir höfuðið, — þeir allir undantekningarlaust kirkjulausir. Og í annan stað var kirkjufélagið nálega með öllu prestlaust þá. Allir voru snauðir, flestir jafn- vel blásnauðir, og með hörmulega lítilli þekking eða viti á því, sem útkeimtist til kristilegs félagslífs. Ástœður þær allar svo nauðalíkar því, sem var fyrir Israelsmönn- um í fornöld, nýlögðum á stað upp úr hinni egypzku ánauð út í sinn eyðimerkr-Ieiðangr. Þetta var oss öll- um í upphafi vitanlegt. En nær er mér að halda, að ef oss undireins þá hefði verið vel ljóst, hve margar og mildar torfœrur væri framundan oss á vorri eyðimerkr- för, þá myndi oss brátt með öllu hafa brostið hugrekki til þess að halda ferðinni áfram. Og hefðum vér einir ráðið fyrir oss, hefði ekki guð sjálfr, almáttugr, algóðr og alvitr, haft hönd í bagga með—haft í sögu vorri œðstu yfirráðin og staðið við stýrið hjá oss, þá hefðum vér vissu- lega mjög bráðlega gefizt upp, og kirkjufélagið — hið íslenzka lúterska — verið með öllu rir sögunni. *) Saman ber brot þatS af prédikaninni á fyrsta ársþingi kirkju- félagsins, sem endrprentaS var í síöasta blaði „Sam.“

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.