Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 15
. 143
tekr Festus, annar rómverskr maðr, þar við völduin. Þá er
fyrir alvöru fariÖ aÖ eiga viÖ mál Páls. Hann skýtr nú
máli sínu til keisarans, og það fær framgang. Úr því
kemst kann, þótt í böndum sé, þangað sem hann svo
lengi — frjáls maÖr — hafði þráð að komast. Hindran-
in óyfirstíganlega — hinn fjallhái farartálmi — verðr til
þess að hrinda erindsreka drottins áfram — langa leið —
alla leið — að hinu setta takmarki. Svona var það með
Pál. Svona á það að verða með oss — kirkjufélagskóp
vorn. Útaf því, sem fyrir oss hefir komið ervitt, rauna-
legt, sárt, grátlegt, á að vilja drottins ekki að verða nein
aftrför, heldr þvert á móti mikil og blessunarrík fram-
för. Mótspyrnan, sem vér höfum orðið fyrir nú sér-
staklega í allra síðustu tíð, á fremr öllu öðru að verða
til þess að lyfta kirkjufélaginu upp, veita því um leið
stórum aukið víðsýni og hjálpa því á þann hátt langtum
lengra áfram en annars myndi. Frá Jerúsalem til Eóm.
Frá því eingöngu að boða orð krossins eigin þjóð vorri
keima fyrir til þess að vera með í kristniboðinu lengst út
á meðal hinna heiðnu milíóna í myrkrinu. Þetta er
stefnuskrá vor upp frá þessarri júbíl-hátíð kirkjufélags-
ins. Drottinn sjálfr dregr nú merki vort — krossmerkið
hans — hærra upp yfir oss en nokkru sinni áðr. Það
hefir að undanförnu hjá oss aðeins verið dregið upp í
hálfa stöng, því að umhugsanin hefir nálega eingöngu
verið bundin við heimastöðvarnar. Nú sé eg flagginu
kippt upp í topp. Framtíðar-starfsemi kirkjufélags
vors af frelsaranum sjálfum í og með áverkunum, sem
það hefir orðið fyrir í stríðinu fyrir málefni hans —
blœðandi sárum, er það á sér ber — beint langt langt út
framyfir það , sem verið hefir — óraleið út, burt frá
sjálfum oss — út að yzta skauti heimsins. Félagið tir
þessu að falla inn í fylking með hinu kristna fólki ann-
arra þjóða, sem í bœn og trú samfara sjálfsafneitan og
fórn eru að vinna að því að leggja heiðna heiminn undir
kærleiksstjórn mannkynsfrelsarans Jesú Krists. Héðan
í frá á heiðingja-trúboðið — eða kristniboð fyrir utan
vorn þjóðflokk —• að vera stórmál á dagskrá hjá oss.
Þar með er máli kirkjufélagsins svo að kalla skotið