Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 19
147 ónauðsynlegt vers, ekkert ónauðsvnlegt orð; heldr heyri hvert orð og hver hugsan, sem ritverk þetta hið lielga hefir inni að lialda, til efninu eina mikla, fagnaðarerindi drottins vors Jesú Krists, og leggi hver slíkr partr á sinn hátt, á sínum tíma og sínum stað, til þess sinn sérstaka skerf. Yér köldum því föstu, að jafnvel tímatals-skrárn- ar í Kroniku-bókunum sé ekki svo, að þeim megi varpa burt, einsog álirif heilags anda nái ekki til þeirra. Vér höldum því föstu, að miðdepill, hjarta, þessarrar andlegu og samvöxnu heildar, sé Kristr, fagnaðarboðskaprinn; og er vér íhugum heildina, byrjum vér hugleiðingar vor- ar á því hjarta og fœrum oss þaðan út. Gleymum því ekki, að trúarþörfin vfirgnæfir allar þarfir mannsins, að merki trúarinnar er öllum merkjum háleitara; að ekkert er jafn-hættulegt og ])að, að deyfa trúartilfinninguna — það, að beita allri orku til að útskýra leyndardóm trúar- ínnar í hinum helgu ritningum, sem guð hefir veitt oss til þess að honum sé trúað, og til þess að þar sé sá próf- steinn, sem geti verið til marks um trúmennsku vora og hlýðni. Darwin, náttúrufrœðingrinn mikli, kvartaði um það, að sönglist og hljóðfœrasláttr, sem honum eitt sinn heí'ði fundizt svo mikið til um, fengi ekki framar neitt lirifið hann. Þá er hann hevrði eitt hinna miklu meist- araverka, sannfœrðist hann um, að tilfinning hans fyrir músík var orðin að engu. Idann hafði svo mjög fest huga sinn við sérstaka frœðigrein, að lit af ])ví var músíkar- líffœri hans visnað upp. En svo hörmulegt sem það er, þá fór alveg eins fvrir lionum að því er snertir trúar- tilfinninguna. Gleymum því ekki orðum Jesú: „Eg þakka þér, faðir, herra himins og jarðar! að þú hefir látið þessa hluti véra lmlda fyrir spekingum og vitrum mönnum, en auglýst þá smælingjum.“ Erviðleikinn í þessum efnum stafar a!f viljanum. Að því er spurt, hvort vér viljum láta sérliverja liugsan vora beygja sig í undirgefni fyrir hugsan drottins vors og frelsara Jesú Krists.“ MINNINGARRIT hins ev. lút. kirkjufélags ísl. í V.heimi, sem nýkomið var út áðr en júbíl-þingið í síðasta

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.