Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 9
137 Kaupmannahöfn, þar sem þeir voru að mótast til liinna œðri eða feitari embætta á ættjörðinni. Aldrei liafði námsskeið það reynzt þjóðlífi íslenzku heilsusamlegt að því er snertir trú og siðferði, öllu heldr hið gagn- stœða. En einmitt um það leyti, sem kirkjufélagið ís- lenzka vai’ð hér til, þyrrndi yfir Hafnarbrœðrna íslenzku í þessum efnum. Islendingarnir fremst í þeim hópi urðu hugfangnir í boðskap liins bráðgáfaða danska Gryðings, sem svo stórkostlega mikið hefir til sín látið taka í bókmenntum, en gjörði sig jafnframt brátt kunn- an að megnri óbeit á kristindóminum;*) og sami van- trúarandi náði sér eðlilega niðri hjá öllum þorra hinna ungu Islendinga í þeirri átt, Síðan hefir menntalíf Is- iands, þá er á það í lieild þess er litið, alltaf verið að afkristnast. Menning þjóðarinnar fór fram sýnilega og áþreifanlega; en vantrúnni eða óhug manna á kristin- dóminum fór enn meir fram, þrátt fyrir ýmsan gleðileg- an vott um hið gagnstoeða. - Við hinn kuldalega anda tiJ kristindómsins hinum megin við hafið studdist vantrúin í vestrbvggðum fólks vors eðlilega. En kalinn til krist- innar trúar hjá menntamönnum Islands læsti sig og inn í kirkjuna þar; mótstöðuaflið gegn þeim anda varð veik- ara hjá klerklýðnum; þeir, sem samkvæmt stöðu sinni hefði helzt átt að vitna opinberlega gegn tíðarandanum, vildu vera taldir „frjálslyndir“ og óku svo seglum eftir vindi. Kirkjufélag vort fékk því og svo sem við mátti búast andstœðinga og óvini einnig í þeim hópi, þótt það hinsvegar eignaðist þar stöku vini. Ekki var langt þess að bíða, að Únítara-missíónin magnaðist að stórum mun hér meðal Vestr-lslendinga. Einn af kennimönnum vorum liallaði sér í þá átt og hvarf frá oss. Frumbyggð landnámsins íslenzka hér féll þá að langmestu leyti frá. Sást um leið sorglega skýrt, hve skielfilega mikill var trúarveikleikinn vor megin — og *) Um Georg Brandes er svo aS oröi kveSiS, a?S hann hafi naum- ast opnaíS munninn án þess að gjöra kristindóminum árás. — A. F. Fjellbu í bréfi hans einu frá Norvegi til „Lutheraneren“ (málgagns SameinuSu kirkjunnar), prentuSu þar 22. Júní—rétt eftir aS pré- dikan þessi var flutt.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.