Prentarinn - 01.01.1966, Síða 7

Prentarinn - 01.01.1966, Síða 7
smiðju og vanda sem bezt til alls. Ekki fengu þó tillögur hans byr hjá ríkisstjórninni í það sinn, og varð ekki meira úr samvinnu hans og stjórnarinnar, og öðru ráði hlítt, er til þess kom, að ríkið eignaðist prentsmiðju; en þá var Oddur aftur kominn heim í ríki sitt á Akureyri. Tvisvar sinnum hlaut Oddur heiðursvið- urkenningu fyrir iðn sína á iðnsýningum, er haldnar voru á Akureyri. Heiðursborg- ari Akureyrarbæjar var hann kjörinn 1935 og Stórriddari hinnar íslenzku fálkaorðu 1938. Hann andaðist eftir langa og stranga vanheilsu 5. júlí 1945. I Kaupmannahöfn hóf Oddur Björnsson starf, sem gerði hann þegar í stað þjóðkunn- an, og lengi mun halda nafni hans á loft, þar sem getið verður íslenzkrar bókaútgáfu og bókagerðar, en það var útgáfa ritsafnsins Bókasafn alþýðu. Þess er þegar getið, að Oddi var menntun iðnaðarmanna og allrar alþýðu hið mesta áhugaefni. Afun hann hafa fundið sárt til þess, að honum auðnaðist ekki að njóta skólamenntunar, og eins fundið til þess, hversu fáskrúðugur var bókakostur al- mennings á íslandi. En sjálfmenntuðum manni sem honum var harla ljóst, hversu mikillar menntunar mátti afla sér af lestri góðra bóka. Þegar hann kom nú til Hafn- ar og kynntist þeim auði bókmennta, sem þar var að fá, og ekki síður hverri fullkomn- un bókagerð hafði náð, gat ekki hjá því far- ið, að hann fvndi enn sárara en áður til þess, hversu einhæfur og fátæklegur bókakostur alþýðu á fslandi var, og eins hitt hve óásjá- legar flestar íslenzkar bækur voru um þær mundir. En það var ekki að skapi Odds Björns- sonar að tala og ráðgera um hluti, sem gera þurfti og hann sá að horfðu til almanna- heilla. Hann gekk því að verki einn og óstuddur af öllum nema konu sinni, enda var þá ekki lenzka að sækja um opinbera styrki til hvers er vera skyldi. Fyrirtækið varð að bera sig sjálft, ef það átti að lifa. Bókasafn alþýðu hlaut miklar vinsældir, en þó ekki svo að nægði til þess að því yrði lengur framhaldið en í sex ár. Vera má að kostnaðarmaðurinn hafi verið of stórhuga, eða of örlátur við kaupendurna. Eftir að Oddur Björnsson kom heim til íslands, hélt hann áfram nokkurri bókaút- gáfu. En nú var miklu lægra siglt en fyrr um bókaval. Voru það einkum þýddar skáldsögur, sumar að vísu góðar, en fjarri því að vera nokkurt úrval. Einnig gaf hann út nokkrar kennslubækur og ritlinga af ýmsu tagi. Oddur Björnsson var bókamaður mikill, og las mikið alla ævi. En mjög safnaði hann bókum ókcrfisbundið, og voru því bækur hans mjög sundurleitar að efni og gæðum. Mest safnaði hann þó bókum um heimspeki, dulfræði og málvísindi. Bókasafn sitt gaf hann Akureyrarbæ skömmu fyrir andlát sitt, og fvlgdi því gildur sjóður frá þeim feðg- um. Oddur Björnsson var um flesta hluti sér- kennilegur maður. Hann var mikill vexti, yfirbragð hans mikilúðlegt, en þó fríður sýnum. Limaburður 'hans var frjálsmann- legur og bar öll vitni þjálfunar, enda var hann íþróttamaður á yngri árum og kenndi meðal annars ungum mönnum hnefaleik um skeið á Akureyri, og gönguferðir iðkaði hann mjög fram á elliár. Hreyfingar hans voru snarar og snöggar, svo voru einnig til- lit hans og svör, er hann átti ræðu við menn. Aldrei gætti hálfvelgju né afsláttar í ræðu hans, heldur var þar skýr og mörkuð I'RENTARINN 3

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.