Prentarinn - 01.01.1966, Side 8
Aðalstræti /7. Þar bóf Prentverk Odds Björnsson-
ar starjsevii sína árið 1901.
afstaða og ákvarðanir skjótar. Hann var
skapmaður mikill, og sást oft lítt fyrir, er
honurn rann í skap eða átti í deilum við
menn. Eru deilugreinar hans, sem prentað-
ar hafa verið, harðorðar svo af ber. En
manna fljótastur til sátta, ef hann taldi sér
hefði yfirsézt, enda drengskaparmaður, svo
að af bar. Ekki var hann þýður á manninn
í daglegri umgengni, og var oft sem af hon-
um stæði gustur nokkur, þar sem hann fór.
Vini átti hann ekki marga, en þeim mun
tryggari, og sjálfur var hann manna vin-
fastastur. Þeir sem kynntust Oddi Björns-
syni meira en á yfirborði, hlutu allir að bera
til hans einlægan vinarhug og hlýju, en meir
mun hann hafa aflað sér virðingar en hlý-
hugar þeirra, sem fjær honum stóðu. Að
eðlisfari var hann þó hjartahlýr maður, sem
ekkert mátti aumt sjá, svo að hann reyndi
ekki úr að bæta. Var hann ætíð í orði og
verki málsvari allra lítilmagna.
En sterkastur þáttur í fari hans var þó að
minni hyggju óhvikul réttlætiskennd og sú
orðheldni, sem aldrei brást, ásamt svo sterkri
sjálfstæðisþrá, að hann, sem var allra manna
hjálpsamastur, hvenær sem á reyndi, mun
trauðlega hafa getað þegið hjálp af öðrum.
Orðugleika þá, er honurn mættu, hlaut hann
að sigra einn með meiri vinnu, meiri sjálfs-
afneitun. Oddur Björnsson var kröfuharður
um vinnu starfsmanna sinna, en kröfuharð-
astur þó við sjálfan sig. Hann var í stuttu
máli sagt einn þeirra fáu manna, sem gnæfði
hátt yfir flatneskju meðalmennskunnar í
styrkleika skaphafnar sinnar.
Oddur Björnsson var vaskleikamaður.
Hélt hann ótrúlegu æskujöri sínu fram á
elliár. Var hann og sanntrúaður á það, að
maðurinn gæti haldið fullum þrótti líkams
og sálar að minnsta kosti fram á 10. tug
ævinnar, ef hann einungis hefði nægan
áhuga og viljafestu til að starfa í þjónustu
lífsins og mönnunum til velfarnaðar, og
lifði jafnframt heilsusamlega óbrotnu lífi.
Oddur Björnsson hafði alla ævi mikið
yndi af fjallgöngum. 4. ágúst 1940, þá ný-
lega orðinn sjötíu og fimm ára, fór Oddur
eina slíka fjallgönguferð mcð Ferðafélagi
Akureyrar austur á Mývatnsöræfi. Vildi þá
svo óhamingjusamlega til, að hann villtist frá
ferðafélögum sínum, og fannst ekki aftur,
þrátt fyrir mikla leit. Var þá snúið aftur
til Akureyrar, skipulagður leitarflokkur og
haldið á ný til Mývatnsöræfa. Það lán fylgdi
Sigurði, syni Odds, að hann fann föður sinn,
og hafði Oddur þá gengið um Mývatns-
hraun í tvo sólarhringa, og hafði verið mat-
arlaus og vatnslaus, enda mjög hætt kominn.
Oddur náði sér ekki eftir þetta áfall, og
úr því fór heilsu hans hnignandi. Síðustu ár
ævinnar var hann mjög þjáður af vanheilsu
og andaðist, sem fyrr segir, 5. júlí 1945, er
hann skorti einungis 13 daga í áttrætt.
Með Oddi Björnssyni hné til moldar einn
merkasti maður íslenzkrar prentara- og iðn-
aðarmannastéttar, og einn svipmesti borgari
Akureyrarbæjar um nær hálfrar aldar skeið.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.
4
PRENTARINN