Prentarinn - 01.01.1966, Qupperneq 9

Prentarinn - 01.01.1966, Qupperneq 9
Prentverk á Akureyri INNGANGUR. Það mun löngum verða talið til merkisvið- burða í sögu landsins, þegar Jón biskup Ara- son flutti prentsmiðju til Islands og gerð prentaðra bóka hófst, að vísu þótti sarntíð- inni ekki meira um það vert en svo, að ár- talið gieymdist, en talið er að það hafi verið um 1530. Sögur fara litiar af íslenzku prentverki fyrr en Guðbrandur biskup Þorláksson hófst handa um prentverk og bókagerð á Hólum, sem óbrotgjarnt mun reynast í íslenzkri menningarsögu. I fuilar tvær aldir var prent- verk síðan í Hólastað, unz Norðurland var svipt biskupsstól, skóla og prentverki í einu lagi um aldamótin 1800. Eigi þarf að efa, að margir Norðlendingar hafa saknað prentverksins, þótt iítt sé þess getið í heimildum. Fullvíst er hinsvegar, að þegar frelsishreyfingar íslendinga vakna undir miðja 19. öldina, er stofnun prent- smiðju norðanlands eitt með fyrstu málun- um, sem Norðlendingar efna til samtaka um. Hafa þeir í senn verið minnugir fornr- ar frægðar Hólaprents, og fundið að torvelt yrði að leggja lóð sitt á vogarskál iandsmál- anna, ef hvergi væri prentverk né blaðaút- gáfa í landinu utan Reykjavíkur. En útgáfa landsmálabiaða og rekstur prentsmiðju hefir löngum verið nátengt hvað öðru, Iiér nyrðra. PRENTSMIÐJA NORÐUR- OG AUSTUR- UMDÆMISINS. Fyrsti fundur til undirbúnings prentsmiðju- stofnunar á Akureyri var haidinn 12. des. 1849. Hvatamaður hans og driffjöður í mál- inu var Björn Jónssov, þá verzlunarmaður á Akureyri, en hafði áður verið bóndi í Hörg- árdal og verzlunarstjóri á Sigiufirði. Varð hann síðan um 30 ára skeið aðaldriffjöðrin í rekstri prentsmiðju og blaðstjórnar á Ak- ureyri. Á fundi þessum mættu 14 menn, tveir prestar, tveir alþingismenn, sem báðir voru bændur, sex iðnaðarmenn, þrír verzl- unarmenn og einn þurrabúðarmaður. Sam- þykktu þeir, að hefja undirbúning að stofn- un prentsmiðju og efna til samskota í því skyni. Samskotin tókust vel og fengust inn 1356 ríkisdalir, en gefendur voru 1798, sýnir það bezt hversu almennur áhugi var á mál- inu. Framkvæmdanefnd var kosin á fundi í janúar 1851, og má teija það ár stofnár prentsmiðjunnar. Prentleyfi var fengið og Jóni Sigurðssyni forscta falið að sjá urn kaup á tækjum þeim, sem til prentsmiðju þurfti. Komu þau til Akureyrar snemma sumars 1852. Húsnæði var fengið hjá Birni Jónssyni í Aðalstræti 50, og stendur það hús enn. Yfirprentari var ráðinn Helgi Helgason úr Reykjavík, en fyrsti prentnem- inn á Akureyri var Friðbjöm Steinsson, síð- ar bóksali og gagnmerkur borgari í Akur- eyrarbæ. I marzmánuði 1853 hóf fyrsta norðlenzka blaðið, Norðri, hinn eldri, göngu sína, og nokkru síðar á árinu komu Vikusálmar og bænir, fyrsta bókin, sem prentuð var á Ak- ureyri. Prentsmiðjan var sjálfseignarstofnun og iilaut heitið Prentsmiðja Norður- og Aust- ur-umdæmisins. Henni var stjórnað af sjö manna framkvæmdanefnd, og var fyrsti formaður hennar og lengi síðan, Jón Thor- lac'ms prestur í Saurbæ. Var hann meðan hans naut við einn mestur áliugamaður nyrðra um viðgang prentsmiðjunnar. Fyrsti framkvæmdastjórinn varð Björn Jónsson, varð hann einnig ritstjóri Norðra ásamt l'RENTARINN 5

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.