Prentarinn - 01.01.1966, Page 11
Göviul mynd iir Prentsmiðju Björns Jónssonar. Helgi Björnsson við prentvélina.
og sameinaði hana hinni. Bjiirn var eyfirzkr-
ar ættar og hafði numið prentiðn á Akur-
eyri. A'Ieð prentsnhðjukaupunum hóf hann
útgáfu og ritstjórn blaðsins Fróða og var
oft síðan við hann kenndur. Rak hann síðan
prentsmiðjuna undir sínu nafni til dauða-
dags 1912, en var auk þess lengstum ritstjóri
fyrst Fróða, síðan Stefnis og seinast Norðra
liins yngra. Auk þess var hann við bæjarmál
riðinn, og var lögregluþjónn um 9 ára skeið.
Þegar Björn tók við prentsmiðjunni var
hún orðin úr sér gengin, og hélzt svo fram
um aldamót, að endalaust seig á ógæfuhlið-
ina í því efni. Er frágangur á mörgu, sem
þar var prentað, hinn hörmulegasti t. d. síð-
ustu árgangar Stefnis. Lítið var prentað af
bókum annað en sýslufundargjörðir og
Hús Prentsmiðju Björns Jónssonar við Norðurgötu.
PRENTARINN
7