Prentarinn - 01.01.1966, Síða 18

Prentarinn - 01.01.1966, Síða 18
ásamt vini sínum og vinnufélaga Arngrími Olafssyni, prentara og listmálara. Arngrím- ur var ákaflega liðugur og listfengur, svo að orð fór af. Hér verð ég að gera ofurlítinn útúrdúr og geta þess, að Arngrímur hélt málverka- sýningu ásamt Þórhalli Björnssyni frá Ljósavatni. Þórhallur var bróðir Tómasar Björnssonar, kaupmanns hér á Akureyri, og voru þeir bræður um margt líkir. Árni Kristjánsson, menntaskólakennari, hefur sagt mér, að allt hafi leikið í höndunum á Þórhalli. Hann hafi verið ákaflega hjarta- hlýr maður, en skapmikill, getað fuðrað upp, en jafnfljótur til sátta, þótt í odda skærist eitt andartak. Málverkasýningu sína héldu þeir félagar í gamla barnaskólanum, sunnan við Samkomuhúsið. Vakti sýning jjeirra rnikla athygli. Myndirnar frá Mý- vatnssveit þóttu stórkostlegar. Fannst mönnum Jjeir hafa náð Jjar fádæma vel hinni fögru, seiðandi, blámóðu fjallanna og sveitarinnar sjálfrar, sem einkenna liana svo mjög sem kunnugt er. ★ ArIN LÍÐA HJÁ, út í tímans sjá. Ég er á gangi niður á Hafnarbryggju, eða Tulin- íusarbryggju, eins og hún var oft kölluð í gamla daga. Þar var alltaf eitthvað að ger- ast, eitthvað að sjá og heyra. Norðan við bryggjuna lá dálítill vélbátur. Allt í einu skaut Jjar upp kollinum maður, lágur vexti en knálegur og snöggur í hreyfingum. Þar var kominn á ný Arngrímur Ólafsson, prentari. Hann heilsaði mér og bauð mér um borð. Ég tók boðinu. Þar veitti hann mér af rausn heitt kakó og brauð. Á Jjess- um vélbáti var Arngrímur matsveinn svona sér til gamans. Mér finnst sem Jjessar góðgerðir vinar míns ylji mér enn fyrir brjósti. Sennilega hef ég verið kaldur og svangur, fyrst ég minnist Jjessa atviks enn. Enn er ég á gangi niður við höfn. Nú er Jjað sjálf Súlan, sem liggur framan við 14 bryggjuna. Um borð í henni sá ég mann, sem vakti eftirtekt rnína. Það var ekki um að villast. Þarna var enginn annar kominn en Jakob Kristjánsson, prentari. Hann var svo auðkenndur ungur, myndarlegur mað- ur. Þarna var hann, eins og Arngrímur vinur hans, sér til gamans á síldarvertíð með Sigurði Sumarliðasyni, sem var Jjá skipstjóri á Súlunni. Þessir tveir vinir, Jakob og Arngrímur, skáru sig úr og voru um margt einkenni- legir. Einhvern tíma mun Jakob hafa dottið í hug að læra að fljúga, því að hann segir eitt sinn við vin sinn og félaga, Einar Gutt- ormsson frá Ósi: „Þú heyrir ef til vill næst til mín uppi í loftinu“. ★ AÐ ER FAGURT og stjörnubjart vetr- arkvöld. Pollurinn, Leiran og Eyjafjarðar- áin, allt er lagt spegilsléttuin ísi svo langt sem augað eygir. Það hefði mátt halda, svona í fljótu bragði, að Akureyringar all- ir, sem vettlingi gátu valdið, væru saman- komnir á skautum framan við syðsta húsið í Fjörunni, svo margt var um manninn Jjar. Allt í einu snarast inn á skautasvellið ung- ur maður, fremur hár vexti og fríður sýn- um. Hann skarar óðar langt fram úr öllum hinum, sem Jjar eru á skautum. Manngrú- inn slær Jjegar hring um þennan mann, sem leikur — eins og sá, sem valdið hefur — ótrúlegustu listir af mikilli snilld innan í hringnum. Einna mesta athygli vakti sú list hans, er hann stökk upp í loftið, sneri sér Jjar í hring, og er hann kom niður, renndi hann sér hring eftir hring á öðrum fæti, ýmist aftur á bak eða áfram. Þessa list og aðrar lék hann hvað eftir annað öllum til furðu og skemmtunar. Þessi maður var Jakob Kristjánsson. Jakob var maður mjög vel gerður bæði andlega og líkamlega. Hann var gæddur beztu kostum íslenzkrar íjjróttamennsku, PRENTAHINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.