Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 19
clrengskap, prúÖmennsku og háttvísi í allri framkomu, hvort heldur var í vinnusal eða á leikvelli. Þegar ég minnist góðra manna, hvort heldur þeir unnu á andlegu sviði eða ver- aldlegu, kemur mér jafnan í hug Hall- grímur heitinn Benediktsson glímukappi. Hann var fortakslaust einhver allra glæsi- legasti glímumaður íslands fyrr og síðar. Glíma hans var drengileg, stígandi hennar létt og lipur, brögðin lirein og mjúk. Svo leiftursnögg voru þau, að engir þeir, sem fyrir þeim urðu, vissu af þeim fyrr en þeir lágu fallnir. Á einu slíku leifturbragði Hallgríms féll sjálfur Jóhannes okkar Jós- efsson glímukappi í Þingvallaglímunni frægu sumarið 1907. Jóhannes glímukappi segir í endurminningum sínum, er hann minnist á glímuna frægu á Þingvöllum, að hann hafi eiginlega ekki áttað sig til fulls á glímunni fyrr en hann glímdi við Snorra Einarsson. Það var erfitt að fella Snorra, en hann var frábær fimleikamaður, sem vakti niesta athygli í þessari glímu, að undan- skildum sigurvegaranum sjálfum, Hall- grími Benediktssyni. Snorri var bróðir Páls Einarssonar, sem Akureyringar allir þekkja, en hann er enn léttur í spori, sem ungur væri. ★ SlJMARIÐ 1912 lögðu sex ungir menn land undir fót frá Borgarnesi áleiðis til Akureyrar. — Þessir voru í förinni: Pentaramir Einar Guttormsson og Jakob Kristjánsson, stúdentarnir Eiríkur Alberts- son, síðar prestur að Hesti, Friðrik J. Rafn- ar, síðar prestur og vígslubiskup á Akur- eyri, og bróðir hans Jónas Rafnar, síðar yfirlæknir í Kristneshæli, auk Jóns Jó- hannssonar, er varð eftir að Auðkúlu til sumardvalar. Á Lækjamóti skildust leiðir. Þeir félag- ar, Einar og Jakob, völdu sér svonefnda ytrileið, fóru yfir Kolugafjall, niður í Gönguskörð og yfir Hegranesið að Hólum í Hjaltadal. Þaðan fóru þeir yfir Heljar- dalsheiði og niður í Svarfaðardal. Þessa lykkju á leið sína lögðu þeir félagar til að sjá sjaldséða staði, og meðal annars til að sækja lieim gainlan kunningja Jakobs, Kristján Þorgilsson að Sökku í Svarfaðar- dal. Allir komust þeir félagar heilu og höldnu til Akureyrar, en illa skóaðir og sárfættir eftir ferðalagið. Vinur minn, Bjarni Rafnar læknir, ætti nú að íhuga með sjálfum sér fótabúnað föður síns og þeirra félaga fyrir röskum fimmtíu árum og bera saman við fótabún- að sinn, þegar hann er að klífa Vindheima- jökul og aðra hæstu fjallatinda, sem finnast í nágrenni Akureyrar og víðar. Sumarið eftir fóru þeir Jónas læknir og séra Jakob Kristinsson sömu leið norður gangandi, en bjuggu sig þá svo vel til fót- anna, að þeir komust heim til sín alveg ósárfættir. ★ PrENTLISTARNÁMI sínu lauk Jakob fyrsta október 1906. Vann hann síðan næstu þrjú árin til viðbótar hjá Oddi, eða til haustsins 1909, en fluttist þá til Reykja- víkur og vann í Félagsprentsmiðjunni til sumars 1912. Jakob mun þá liafa haft í huga að mennta sig sem bezt. Hann var því einn vetur í Iðnskóla Reykjavíkur. Ég held, að þar hafi Jakob kynnzt hinum mikilhæfa manni, Jóni Þorlákssyni, landsverkfræð- ingi, sem stýrði skólanum. Jón fékk á hon- um miklar mætur og traust, þegar við fyrstu kynni. Hann mun liafa hvatt Jakob til enn frekara náms, og ]iá einkum erlend- is. Jc'»n hafði þá í hyggju, ásamt fleiri mönn- um, að stofnsetja nýja prentsmiðju í Reykjavík. Haustið 1912 tók Jakob sig upp og fór utan til náms í Lýðháskólanum í Askov á Jótlandi. Námið sóttist honum svo vel, að hann var beztur nemenda skólans í dönsk- um stíl þann vetur. Sumarið 1913 vann hann sem setjari í prentsmiðju S. L. Möll- PRENTARINN 15

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.