Prentarinn - 01.01.1966, Qupperneq 21

Prentarinn - 01.01.1966, Qupperneq 21
sem ]iað er á þessu sviði eða einhverju öðru. Jakob hvarf aftur til Danmerkur, er liann hafði sett niður fyrstu setjaravélina á Norðurlandi. Gekk hann þá að eiga heit- mey sína danska. Hún var og er ágæt kona, Dusine Elisabet að nafni, fædd Nielsen. Gengu þau í hjónaband hinn 22. dag des- embermánaðar árið 1927. Dusine var yngst af tólf systkinum. Hún ól manni sínum einn son, Kristján að nafni, sem lærði iðn föður síns og vinnur nú í Prentverki Odds Björnssonar. Dusine bjó manni sínum hið ágætasta heimili. Þau ræktuðu umhverfis hús sitt fagran garð. Hlúðu þau ]iar að allskonar gróðri. Dusine er alveg sérstaklega barngóð, og getur þá enginn efast um, að margar hafi þær verið plönturnar, sein nutu þess á bernskuskeiði. Meðal annars, sem þau ræktuðu, voru ávextir og grænmeti. Samstarf þeirra hjóna og vinnugleði, er þau prýddu garð sinn, færði þeim ]jau laun, að þau fengu oftsinn- is viðurkenningu vegna frábærrar um- gengni og hirðingar á garðinum. Ótaldar eru ]>ær stundirnar, sem Jakob eyddi þar á hljóðum kvöldum í kyrrð og þögn. Var liann þar oft lengur en vinnubjart var, hlúði að og prýddi þennan heimilisreit. Römm reyndist Jakob taugin, sem dró hann heim til íslands árið 1946. Fluttist hann ]iá alfarinn með konu sína og son til Akureyrar, Jiar sem hann var borinn og barnfæddur. Hann vann síðan sem vélsetjari í Prent- verki Odds lljörnssonar, meðan heilsa og kraftar entust. Krefst það bæði þreks og áræðis hjá manni komnurn á efri ár, að taka sig upp eftir meira en tuttugu og fimm ára dvöl og starf í öðru landi. Allan þann tíma hafði liann mælt og sett á danska tungu. Nú var hann snögglega kominn í gjörbreytt umhverfi, þar sem hann varð að tala og setja á íslenzka tungu. En Jakob tók Jjessum breytingum öllum með jafn- aðargeði prúðmennskunnar og rósemi. Hann varð undrafljótur að átta sig og að sigrast á þessum erfiðleikum öllum. ★ AÐ LÍÐUR að ævikvöldi. Tímans klukka tifar áfram og tefur eigi. Ellin sækir á. Skrefin styttast. Brjóstið mæðist. Kraftarnir dvína. Minnið sljóvgast. — En trúmennskan og samvizkusemin hjá Jakob kenndu eigi hrörnunar. Þegar afköstin fóru að minnka — eða svo fannst honum sjálf- um — gerði hann sér hægt um vik og vann oft framyfir til uppbótar. Eins var það, sem eigi kom heldur sjaldan fyrir hin síðari ár sem Jakob vann, að hann færi eina eða jafnvel tvær ferðir niður í prentsmiðju, er liann var kominn heirn að dagsverki loknu til ]jess að gá að: livort ljósin hefðu verið slökkt, straumur rofinn á vélunum, glugg- ar lokaðir og skrúfað fyrir vatnið. Eftir öllu varð að líta. Glíman við elli harðnaði. Kempan fékk ei lengur rönd við reist. Jakob varð þá nærri ósjálfbjarga. Reyndi þá mjög á dugn- að, þrek og fórnfýsi frú Dusine, er hún sýndi í veikinduin hans til hinztu stundar, eða meðan mannlegur máttur fékk nokkuð við ráðið. Jakob lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri liinn þriðja dag ágústmánaðar 1964. Við félagar liins látna vinar okkar, hús- bændur hans og annað samstarfsfólk fyrr og síðar, þökkum vinarþel hans, prúð- mennsku, dagfarsprýði og drengskap í öll- um samskiptum. Ekkju lians vottum við og ástvinum öðrum dýpstu samúð okkar og hryggð. Vertu sæll, vinur: Okkar samstarfsárum hér ærið seint ég gleymi. Vinarhug ég þakka þér og þína minning geymi. JÓN BENEDIKTSSON, prentari. l'RENTARINN 17

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.