Prentarinn - 01.01.1966, Síða 22

Prentarinn - 01.01.1966, Síða 22
Staldrað við í Pressmen's Home „Þetta er þá Laugardalurinn þeirra,” hugsaði ég með mér, er glitti í ljósmálaðar bygging- arnar í Pressmen’s Home — í gegnum lita- dýrð októberlaufsins á hæðum Hale Spring í Tennessee. Bifreiðin fór greitt eftir mal- bikuðum og hlykkjóttum veginum á milli hávaxinna trjánna, en áður varði opnaðist útsýn yfir mikið rjóður í fögru dalverpi og gaf þar að líta reisulegar timburbygging- ingar framundan á hægri hönd, undir skógi vöxnum hæðum, en fjær bar háreista, rauð- leita múrsteinabyggingu við lygnt fjallavatn. Vegurinn lá milli sundlaugar og tennis- valla, og við skógarjaðarinn handan þeirra sá á reisulega byggingu, Hótel Pressauna, en ekki var hún öll sýnileg, er sveigt var til hægri, hjá litlu og snotru brunnhýsi, og að lokum staðnæmst við tveggja hæða timbur- byggingu, aðalstöðvar International Printing Pressmen and Assistants’ Union of North America — þ. e. sambands bandarískra og kanadískra prentara. Þar tók á móti mér Ray Reck, ungur og lífsglaður maður, og fylgdi hann mér síðan um Pressmen’s Home. Var fyrst haldið til aðseturs stjórnar og skrifstofufólks, en starf sambandsins er mjög umfangsmikið og eru starfsmenn þess í dalnum 195 að tölu, er hafa nóg að starfa í þágu þeirra 115 þúsund félaga þess, er saman stendur af prenturum, starfsfólki í öllum greinum offsetprentunar, aðstoðarfólki í prentsmiðjum, starfsfólki við prentlitaframleiðslu og úr skyldum grein- um. Setjarar hafa sitt sérsamband og hafa að- alstöðvar sínar í Colorado. Segja má, að berklaveikin hafi ráðið stað- setningu Pressmen’s Home, en hvíti dauð- inn hjó stór skörð í raðir prentara um og eftir aldamótin síðustu. Hafði sambandið ákveðið að ráðast í byggingu berklahælis — en einnig þarfnaðist það samastaðar fyrir aðalstöðvar sínar — og í Hale Spring var rekið heilsuhæli er mikið var sótt, vegna heilsulindar er þar var, en sú lind er nú þorrin og stendur aðeins áðurnefnt brunn- hýsi eftir. Árið 1910 var hælið ásamt miklu landi keypt og þá þegar hafizt handa um framkvæmdir. Árið 1961 var þetta berkla- hæli lagt niður, en þá voru þar aðeins tíu sjúklingar, er nú dvelja í átthögum sínum, en sambandið sér um framfærzlu þeirra. Nú er hælisbyggingin, mjög breytt og stækkuð, notuð sem íbúðarhús starfsmanna. Árið 1911 voru aðalstöðvar sambandsins fluttar að Pressmen’s Home og síðar á ár- inu tók prentskóli til starfa þar, en það var snemma áhugamál félaganna, að koma upp slíkum skóla, þar eð þeir töldu, að þekk- ing og kunnátta félaganna væri traustastur grunnur í kjarabaráttunni. Nokkra stund ræddi ég við forseta sam- bandsins, virðulegan og alúðlegan mann. Er hann frá Boston, enda mun formfastari en ég hafði átt að venjast af Bandaríkjamönn- um. Bað hann fyrir kærar kveðjur til ís- lenzkra stéttarbræðra sinna. Þá hitti ég og að máli ritstjóra The American Pressman, Fred Roblin að nafni, en auk útgáfu blaðs- ins gefur sambandið út aragrúa fræðslurita og bæklinga um prentverk og félagsmál. Boðið var til mikils hádegisverðar í Hótel Pressauna, sem búið er 156 herbergjum og hýsir nemendur prentskólans. I bygging- unni er einnig rakarastofa, svo og pósthús staðarins, er sendir frá sér á aðra milljón eintaka af bæklingum og ritum árlega. Eftir hádegisverð var skólinn skoðaður. Núverandi bygging var tekin í notkun árið 1948 og kostaði, með nýjum vélum og tækj- um, eina milljón dollara. Upphaflega var skólinn, sem var fyrsti iðngreinaskólinn í 18 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.