Prentarinn - 01.01.1966, Page 26

Prentarinn - 01.01.1966, Page 26
Nokkrir af erlendu. fulltri'tunum á þinginu. vinna hefur gert allt auðveldara og þau hafa komið sér niður á mjög nákvæma verka- skiptingu. Þetta cr athyglisvert fyrir okkur, því nú stöndum við frammi fyrir sama vandamálinu hér á íslandi. Hver voru önnur mál þingsins? Að sjálfsögðu var rætt um kaupgjalds- og kjaramálin. Um langan tíma hefur sá háttur verið hafður á í Noregi að Alþýðu- sambandið hefur samið fyrir hönd allra verkalýðsfélaganna í landinu — það hafa verið gerðir heildarsamningar við verka- Form. Bókbindarasambandsins, Johan Bj>e, lengst til vinstri, þá Arne Lie formaður Sambands offset- prentaranna og Arne Halvorsen fonnaður Prent- arasambandsins. lýðshreyfinguna. Sama fyrirkomulag hefur einnig tíðkast í Svíþjóð og Danmörku. Norsku prentararnir eru ákaflega óánægðlr með þessa skipan mála. Þeir segja að sér- kröfur Prentarasambandsins hafi verið born- ar fyrir borð og að því þurfi að vinna að hvert samband sernji fyrir sína meðlimi. Þetta var samdóma álit allra sem töluðu á þinginu. Formaður norska Alþýðusambands- ins, Thor Aspengren, flutti þarna erindi um launamálin í Noregi. Hann sagði að senni- lega yrði það ofaná að samböndin semdu meira hvert fyrir sig en verið hefur. Þá má bæta því við hér að svo rnegn var óánægja Danska prentarasambandsins orðin vegna heildarsamninga verkalýðshreyfingarinnar í Danmörku að 1964 sagði það sig úr danska Alþýðusambandinu. Þá ræddi landsþingið um tryggingamálin. Norska verkalýðshreyfingin hefur samið við tryggingafélag samvinnumanna um mjög ódýra heimilistryggingu. Hver með- limur verkalýðsfélaganna greiðir aðeins 30 norskar krónur á ári í iðgjald. Þingið sam- þykkti aðild Prentarasambandsins að þessum tryggingum. Það kom fram að ef til vill gæti þetta orðið vísir að tryggingafélagi norska verkalýðsins. Nú þegar eiga alþýðusamtök- in þar í landi sinn eigin banka. Um síðustu áramót tók gildi í Noregi al- mennur lífeyrissjóður. Lífeyrissjóður prent- ara rann inn í það nýja kerfi og frá því var gengið á þessu þingi. Ýms fleiri mál voru til umræðu og að síðustu kosnir fulltrúar prent- ara í stjórn hins nýja sambands bókagerð- armanna. í lok þingsins þakkaði Heinz Göke, ritari IGT, fyrir hönd erlendu gestanna móttökurnar og frábæra Qestrisni. Norðmenn hafa auðvitað tekið á móti ykkur af miklum höfðingsskap. Þessir örfáu dagar, sem ég og kona mín, vorum gestir þeirra, verða okkur ógleyman- legir. Við erlendu gestirnir vorum í stöðug- um veizluhöldum á hverju kvöldi og það var dekrað við okkur á alla lund. Þingfundir hófust klukkan hálf tíu á morgnana og stóðu til 5 eða 6. Þá hófust nefndarstörfin og þeir 22 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.