Prentarinn - 01.01.1966, Qupperneq 30

Prentarinn - 01.01.1966, Qupperneq 30
ina. Það eru talsverð viðbrigði að skipta úr blýsátrinu í filmuna. Monotypeskólinn er til húsa við Cursitor Street í miðri London, skammt frá Fleet Street, blaðastrætinu fræga. Þarna er mikið prentsmiðjuhverfi og í húsunum við Cursitor Street og nærliggjandi götur eru prentsmiðj- ur að heita má í öðru hverju húsi. Ef okkur varð litið út um gluggana á skólastofunni okkar, sáum við setjara og pressumenn við vélarnar í húsunum handan götunnar. Skólinn hefur starfað í fjölda ára og þjálfað setjara á Monotype-blýsetningar- vélarnar, og nokkrir íslenzkir prentarar hafa sótt þau námskeið. í hitteðfyrra fékk filmu- setningarskólinn svo inni á sama stað. Á 3. hæð hússins var komið fyrir öllum þeim tækjum, sem nota þarf við þessa setningar- aðferð. Skólann sækir auðvitað margt útlend- inga? Já. Þangað sækir fólk víða að úr heim- inum. Við vorum fjórir í umbrotinu. Auk mín var Suður-Afríkumaður, Svisslendingur og Englendingur. Sá síðasttaldi er kennari við prentskóla í Norður-Englandi. Þarna var líka stúlka frá Israel. Eins og aðrir nemendur skólans var hún fullnuma setjari, og hún sagði okkur að í sínu heimalandi ynni margt kvenfólk við setningu. Eg komst í góðan kunningsskap við Norðmann og Svía sem þarna voru. Norðmaðurinn var búsettur í London, kvæntur og á þrjú börn. Hann var að ljúka síðasta námskeiðinu; hafði tekið þau öll. Að því búnu ætlaði hann til Madagaskar með fjölskyldu sínu, þangað hafði hann ráð- ið sig til fimm ára og átti að kenna þarlend- um mönnum á Monotype. Einnig voru tveir Tyrkir á skólanum og fleiri útlendingar, sem ég kynntist minna. Nemendahópurinn var sem sagt mjög alþjóðlegur. En þótt mann- skapurinn væri kominn úr sitt hverju horni heimsins, sameinaði eitt áhugamál allan hóp- inn (auk prentverksins, skulum við vona) — en það var fótboltadellan! — Um þetta Icyti stóð yfir heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu, og í hverjum kaffi- og matartíma var rætt um leikina af miklum hita, veðjað og þrasað. Og kennararnir voru þar fremstir í flokki. Hvernig var kennslunni hagað? Kennt var fimm daga vikunnar, frá kl. 9 til 5. Þann stutta tíma, sem námskeiðið stóð, höfðum við ærið að starfa, og lá við að rekið væri á eftir, þó mikið kapp væri í mönnum. Okkur voru kenndar ýmsar aðferðir við umbrot og frágang á filmusátri. Filmuum- brot má vinna á margan hátt, og ræður þá eðli verkefnisins hvaða aðferð er hagkvæm- ust. Þá vorum við æfðir í að leiðrétta og fara rétt með öll tæki, pappír og þau kemísku efni sem til umbrotsins þarf. Kennararnir löeðu sérstaka áherzlu á að við nvttum sem bezt þau efni, sem við notuðum; þau yrðum við að fá frá Monotype, og því langt að sækja þegar heim kæmi. Jafnframt verklegu kennslunni útskýrði kennarinn rækilega vinnuaðferðirnar og tækin og lét okkur skrifa þær skýringar niður. Ur þessu varð sú kennslubók sem við tókum próf úr í lok námskeiðsins. Komst þú í prcutsmiðfu í Englandi? Nei, aldrei varð af því. Yið höfðum ráð- gert að skoða einhverja stóra prentsmiðju, en það fórst fyrir. En einn daginn var okkur boðið að heimsækja Monotypeverksmiðj- urnar og því boði tókum við auðvitað með þökkum og fórum þangað í fylgd með Humbie skólastjóra Monotvpeskólans og Lewis Floro sölumanni hjá Monotypefyrir- tækinu. Verksmiðjurnar eru skammt suður af London, í Redhill í Surrey. Þarna vinna um 2000 manns, og í verksmiðjunum eru smíð- aðir allir hlutar Monotype- og Monofoto- vélanna, svo og allt letur og filmumatrissur. Þegar þangað kom, hófum við skoðunar- ferð okkar þar sem stálið er flutt inn í verk- smiðjuna, hitað upp og sniðið niður í ýms- ar stærðir, og síðan þrömmuðum við í þrjá klukkutíma um verksmiðjurnar. Sáum meira og minna sjálfvirkar vélar framleiða bolta og tannhjól og öxla og allskyns vélarhluta. 26 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.