Prentarinn - 01.01.1966, Qupperneq 33

Prentarinn - 01.01.1966, Qupperneq 33
Sigurður Friðleifur Jónsson - Minning Sigurður Jóiissou við prentvél þá hina fótstignu, er hann vami við viestan hluta starfsævi sinnar. Hann varð bráðkvaddur við vinnu sína í P.O.B. á Akureyri 9. apríl 1963. Sigurður var fæddur 29. júlí 1905 í Dal- vík við Eyjafjörð. Foreldrar hans voru hjónin Jón Gíslason húsmaður að Sauðanes- koti í Svarfaðardal og Sigríður Jónsdótti’ frá Klaufabrekku. Sigurður hóf nám hjá Oddi Björnssyni árið 1922 og vann hann öll sín starfsár í POB. iVIestan hluta ævi sinnar vann Sig- urður við handílagða prentvél, sem hætt er nú að nota, og var hann að störfum við þá vél, er hann varð bráðkvaddur. Fyrr á tímum var vél þessi fótstigin, áður en raf- magn kom til sögunnar, og kunni hann frá mörgu að segja frá þeim dögum, en erfitt hlýtur það að hafa verið að knýja vélina með fætinum allan daginn. Sigurður stundaði mikið íþróttir á sín- um yngri árum, sérstaklega knattspyrnu og hafði hann fram á síðustu stund, gaman af að bregða á leik með strákunum í POB og var hann þá oftast í markinu. Hann var maður einstaklega vel skapi farinn og skipti aldrei skapi, svo ég muni eftir, þau 15 ár, sem við unnum saman, og má slíkt furðulegt tcljast, ekki sízt, þar sem alltaf hefur verið mikið um nema í POB og þeir ætíð reiðubúnir að bregða á glens við „karlana“ — en slíku glensi tók Sigurður ætíð vel, og var „til í tuskið“ ef svo mætti segja. Segja má, að Sigurður hafi verið hvers manns hugljúfi í prentsmiðjunni og fannst mönnum því mikill sjónarsviptir, er hann var kallaður svo skvndilega á braut. Mjög samvizkusamur var Sigurður alla tíð og mátti ekki vamm sitt vita. Kvæntur var Sigurður Huldu Ingimars- dóttur og áttu þau tvær dætur. s. o. PRENTARINN 29

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.