Prentarinn - 01.01.1966, Page 36

Prentarinn - 01.01.1966, Page 36
Frá aðalfundi HÍP Aðalfundur Hins íslenzka prentarafélags var hald- inn sunnudaginn 17. apríl 1966 kl. 13.15 í Iðnó, uppi. Tveir fulltrúar frá Akureyri sátu fundinn, þeir Ivári Sigurjónsson og Svavar Ottesen. Reikningar félagsins fyrir árið 1965 voru fyrst teknir til úrskurðar. Lágu þeir fyrir endurskoðað- ir og gerði gjaldkeri, Jón Már Þorvaldsson, grein fyrir þeim. Voru rcikningarnir samþyklttir um- ræðulaust. Skýrslur fráfarandi stjórnar og nefnda voru að venju annað mál dagskrárinnar. Undir þeim lið lagði stjórn og laganefnd fram tvær tillögur. Sú fyrri fól það í sér að stjórninni væri falið að kynna sér hvort tímabært væri að fá hvers lconar afsteypu af sátri (sterótype) viðurkennda sem iðngrein innan prentverksins. Hin tillagan fól í sér heimild fyrir stjórn félagsins að ganga til sam- starfs um stofnun sambands milli Hins íslcnzka prentarafélags, Bókbindarafélags íslands, Offset- prentarafélags Islands og Prentmyndasmiðafélags Islands. Svavar Ottesen tók til niáls og flutti fundinum kveðju Akureyrarprentara. Þakkaði hann gott sam- starf stjórnar félagsins og norðanmanna og ræddi ýmsar nýjungar í prentverkinu. Ritari, Stefán Ogmundsson, hafði unnið að samn- ingu reglugerðar fyrir bókasafn félagsins. Var hún lögð fram undir þessum lið og kom til af- grciðslu á framhaldsaðalfundi. I'astcignancfnd félagsins hafði unnið að rcglu- gerð um lóðir o. fl. í sumarbústaðalandi H.I.P. í Miðdal í Laugardal. Formáður nefndarinnar, Guð- björn Guðmundsson, skýrði reglugerðina og ræddi ýmis atriði varðandi fasteignir félagsins. Var reglu- gerðinni vísað til frckari athugunar stjórnar og laganefndar og kom til afgreiðslu á framhaldsaðal- fundi. l'illaga kom fram urn athugun á lækkun vaxta af svokölluðum skyndilánum til félagsmanna. Hlaut hún samþykki fundarins. Allmiklar umræður urðu um skýrslu stjórnar og ncfnda og tóku margir til máls. Því næst var lýst stjórnarkjöri. Aðeins cin tillaga cða listi hafði komið fram um menn í stjórn. Er stjórnin nú þannig skipuð: Formaður: Jón Ágústsson. Varaformaður: Oðinn Rögnvaldsson. Ritari: Stefán Ogmundsson. Gjaldkeri: Pétur Stcfánsson. 1. mcðstjórnandi: Pálmi A. Arason. 2. meðstjórnandi: Ragnar Magnússon. Formaður kvennadeildar: Guðrún Þórðardóttir. Auk varaformanns, sent á sæti í aðalstjórn, er varastjórn þannig skipuð: Ritari Baldur Aspar, gjaldkeri Jón Már Þorvaldsson, 1. meðstjórnandi Þorsteinn Marelsson, 2. meðstjórnandi Sverrir Kjæmested. Endurskoðendur voru cndurkjörnir: Helgi Hós- easson og Olafur Hannesson. Og til vara: Birgir Sigurðsson og Olafur H. Olafsson. Ritstjórar Prentarans voru endurkjörnir þeir Guðmundur K. Eiríksson og Guðjón Sveinbjörns- son. I Fasteignanefnd var cndurkjörinn Guðbjörn Guðmundsson. Aðrir nefndarmenn þar cru Sigurð- ur Guðgeirsson og Pálnii A. Arason, sem nú er formaður nefndarinnar. I Bókasafnsnefnd var kjörinn Stefán Ogmunds- son. Aðrir nefndarmenn eru þeir Lúther Jónsson og Sigurdór Sigurdórsson. í Orlofsheimilisnefnd voru endurkjörnir Kjartan Ólafsson og Jón Ágústsson. Pálmi A. Arason er þriðji maður í þeirri nefnd, skipaður af Fasteigna- nefnd. Fulltrúi í stjórn Byggingafélagsins Miðdalur var endurkjörinn Pétur Stefánsson. I Skcmmtinefnd voru kjörnir: Sæmundur Árna- son, Agúst Björnsson, Óðinn Gcirsson, Valgeir Emilsson og Guðmundur Óli Ólason. Þar sem í ljós kom að Valgeir Emilsson gat ekki gegnt störf- um í ncfndinni hefur Jón Otti Jónsson komið í hans stað. Lagabrcytingar var næsti liður dagskrárinnar. Þar lá fyrir breyting við 42. grein félagslaganna, sem fór í þá átt að gera félagssjóði einum að greiða allan reksturskostnað. Hefur honum áður verið skipt á liina ýmsu sjóði félagsins. Hlaut þessi brcyting samþykki fundarins. Sem sérstakur dagskrárliður lá fyrir tillaga um hækkun félagsgjalda úr 50 kr. á viku í 70 kr. og 32 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.