Litli Bergþór - 01.12.1989, Page 16

Litli Bergþór - 01.12.1989, Page 16
Vikivaki í Haukadal. Eins og flestum hér í sveit mun kunnugt var nú í haust tekin upp sjónvarpsóperan Vikivaki eftir Atla Heimi Sveinsson við óperutexta Thors Vilhjálms- sonar, sem byggist á sam- nefndri sögu Gunnars Gunnars- sonar. Upptökur fóru að lang- mestu leyti fram á hótelinu að Geysi svo og í nágrenninu. Þegarfréttamaðurogljósmynd- ari Litla-Bergþórs fóru að líta á Vikivaka íHaukadal, rigningar- dag einn í októberbyrjun, voru upptökurífullumgangi. Envel rættist þó úr okkar vonum því hlé var gert á upptökum í bili og við náðum íþá Gunnlaug Jónas- son upptökustjóra og Helga Skúlason leikara, en hann leikur einmitt aðalhlutverk myndar- innar, Jaka Sonarson. Þeir gátu því fylgt okkur um staðinn og spjallað við okkur góða stund. Þeir sögðu allt hafa gengið samkvæmt áætlun. Byrjuðu tökur um miðjan september hér í Haukadal og þeim lauk núna 8. október. Aðspurður um það hvort handritið að kvikmyndinni væri frábrugðið sögunni sagði Helgi það ekki veraen myndinni væri þjappað sarnan í tíma, látin gerast að mestu leyti á nýársnótt, í stað margra mánaða. Talaður texti er enginn, ein- göngu söngur. Upptökur á óperusöngnum fóru fram í vor í Kaupmannahöfn, eins og fyrr var frá skýrt hér í L.B. Þar eru söngvarar aðrir en leikarar í öllum tilvikum nema einu. Draugastelpuna Ásdísi bæði leikur og syngur ung Reykjavíkurmær, Eygló Gróa Magnúsdóttir. Hlutverk Jaka syngur Kristinn Sigmundsson. Það var danska sinfóníu- hljómsveitin sem lék undir þar í Köben. Þetta verkefni er fyrsta sam- vinna Nordvision af þessu tagi og töldu þeir, Gunnlaugur og Helgi, að framhald yrði þar á, því þetta samstarf hefði gengið mjög vel. Förðun og búninga sjá Norð- menn um og tæknilið allt er finnskt svo og leikstjórinn Hannu Heikenheimo. Hannu rétt gaf sér tíma til að kasta á okkur kveðju, en svo var hann rokinn, þurfti að kanna vett- vanginn fyrirkvikmyndun uppi á Kjóastöðum þar sem sauða- þjófarnir Nikulás og Friðbjörg (leikin af Pétri Einarssyni og BríetHéðinsdótturjflýjaundan Jaka með fé það sem þeim tókst að hafa á brott með sér frá Höfuð Grettis. Foksstöðum. Aðrirhelstu leik- arar eru Róbert Arnfinnsson, sem leikur séra Sigvalda, Margrét Ákadóttir sem hin skörulega Þorgerður húsfreyja og Borgar Garðarsson leikur höfuðGrettis. Einnigkomaþar við sögu þau María Ellingsen, Guðjón Petersen og margir fleiri. Alls störfuðu um 40 manns við upptökur í Haukadal. Óhætt er að segja að hótelið hafi verið undirlagt vegna þessa og varla var þverfótað fyrir snúrum, tjöldum, leikmunum, búningum og upptökutækjum. Þessi magnaða draugasaga, sagan um Jaka Sonarson, er að mínu mati ákaflega skemmtileg en einnig talsvert strembin. Aðstæður þær sem Jaki lendir í eru oft á tíðum broslegar, en jafnframt mjögóraunverulegar. Það er ekki á hverjum degi sem maður vekur (óvart) upp heilan Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.