Litli Bergþór - 01.12.1989, Page 19

Litli Bergþór - 01.12.1989, Page 19
Fréttir - Skipulagsmál Undanfarið hefur verið unnið að aðalskipulagi í Laugarási, Skálholti og Reykholti. Skipulagsvinnu má skipta í tvennt. Það er aðalskipulag og deiliskipulag. Aðalskipulag segir til um hvernig landið verður notað og hvaða starfsemi verður á hverju svæði, t.d. íbúðarhúsalóðir, götur og óbyggð svæði. Deiliskipulag er nákvæmari útfærsla, stærð lóða og lóðamörk og h var lagnir eiga að vera. í Laugarási er skipulagsvinnan komin lengst, en þar eru helstu nýmælin þau að miðbæjartorg með opinberum byggingum og þjónustustofnunum verði við beygjuna á veginum norður af núverandi byggð, þar sem byrjaraðsjástaðSkálholti. Þá er gert ráð fyrir sumar- húsabyggð við Hvítá vestur af sláturhúsinu. Skógræktarsvæði er formað við mörkin að Höfða pg Skálholti. í Skálholti er mesta breytingin sú að veginn á að færa suður fyrir staðinn. Verður þálagður nýr vegur frá Laugarásmýrinni og langleiðina að Spóastöðum. Að öðru leyti er ekki um miklar breytingar að ræða, en fram- tíðarbyggingasvæði á að vera frá skólanum og norður að núverandi býli. Reykholtshverfi er skipulagt í samvinnu við eigendur Brautarhóls. Tekiðerfyrirstórt svæði umhverfis Reykholts- hverfí. Þetta skipulag er stutt á veg komið en fram hafa komið tillögur um íbúðarbyggð suður af Bergholti og götu með íbúðarhúsum Brautarhóls megin við íþróttavöllinn. Iðnaðar- og garðyrkjulóðir við Dalbrún. Þá er hugmynd um 9 holu golfvöll suður af Bjarnabúð. Gert erráð fyrir að þjónustustofnanir verði við veginn heim að Aratungu og við Aratunguhlaðið. Einnig er gert ráð fyrir þeim möguleika að hafa íbúðabyggð uppi á Reykholtinu sjálfu. Þ. Þ. BISKUPSTUNGNAMENN! Hjá okkur fáið þið jólagjöfina í ár. Heimilistæki - Ijós - perur rakvélar - hárblásarar útvörp - saumavélar. Verslið við fagmanninn, það tryggir gæði og þjónustu. Þökkum viðskiptin á árinu. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. EYRAVEGI 29 - SELFOSSI SÍMAR 21160 - 22171 RAFLAGNIR OG RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Litli - Bergþór I9

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.