Litli Bergþór - 01.12.1989, Page 26

Litli Bergþór - 01.12.1989, Page 26
Frá umhverfismálanefnd. Birkikjarr, melur, börð og Tungnamenn íRótarmannagili. 14. júlí á liðnu sumri í blíðskaparveðri lagði upp til fjalla fríður hópur úr Biskupstungum, tæplega 100 manns. Mislitur hópur, ungir og gamlir, konur sem karlar, burtfluttiroginnfluttirTungna- menn svo og Tungnamenn. Leiðin lá inn á Biskups- tungnaafrétt að Rótarmanna- torfum en hreppsnefnd Biskupstungna hafði heimilað umhverfismálanefnd að friða þessa gróðurvin. Til þessa verkefnis hafði umhverfismála- nefnd fengið frjáls félaga- samtök í sveitinni til liðs við sig. Þegar hópurinn kom að Rótarmannatorfumvarþarfyrir hópur frá girðingadeild Land- græðslu ríkisins undir stjórn Greips Sigurðssonar. Land- græðslan lagði til girðingarefni auk þess sem Greipur stjórnaði verklegum framkvæmdum. Óhætt er að fullyrða að hendur hafi staðið fram úr ermum hjá því fólki er þarna var rnætt til starfa. Girt var rúmlega 4 km löng girðing, stungin niður rofabörð, sáð í sárin og lúbína gróðursett, áburði og fræi sáð í örfoka land, nesti snætt og aftur girt, sáð og stungið. Þegar degi tók að halla hélt hópurinn inn í Fremstaver þar sem búið var að hella á könnuna, hita súpu og kakó. Að lokinni hressingu brá fólk á leik og tók lagið áður en haldið var aftur til byggða. Tungnamenn burtfluttir sem innfluttir svo og Tungnamenn látum ekki deigan síga í landgræðslumálum Biskups- tungna. Framundan er það verkefni að fylla þes sa girðingu gróðri á næstu árum og færa út kvíarnar ef vel tekst til með þessa tilraun. Fengist hefur vilyrði fyrir tölu- verðu magni af birkiplöntum úr “landgræðsluátaki 1990” til þessa verkefnis. Okkur hefur tekist að snúa vörn í sókn á síðustu árum á þessu sviði. Umræðan í dag er okkur íhagoggefurbyríseglin. Það væri ófyrirgefanlegt að nýta ekki þann byr. Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.