Litli Bergþór - 01.04.1990, Page 6

Litli Bergþór - 01.04.1990, Page 6
Afhending gjafar fjögurrafélaga til húsgagnakaupa. Oddvitar nærsveitanna afhendamálverk. þeim til hamingju með vel unnið verk og vona að við getum notið þess vel og lengi. Takk fyrir." Þá tók til máls Gísli Einarsson oddviti og gerði hann grein fyrir fjármálum byggingarinnar. Kom fram aö óframreiknaður heildar- kostnaður nam á vígsludegi 50.965.000 og að kostnaður á fermetra væri með því lægsta sem gerðist í sambærilegum bygg- ingum eða um 65.000 kr. per fm. Því næstgerði arkitektinndr. Maggi Jónsson grein fyrir hugmyndum að baki byggingunni og lýsti henni. Næstur sté í pontu Jón Ingi Gísla- son framkvæmdastjóri SH- verktaka, þakkaði gott samstarf og afhenti skólastjóra lyklana að húsinu. Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri ræddi helstu nýmæli í skólastarfinu með tilkomu hins nýja húss. Ennfremur þakkaði Unnar hlýhug samfélagsins til skólans og gjafir, sbr. gjafaskrá sem birt er annars staðar í blaðinu, og minnti á að hlýhugurinn væri meira virði en gjafirnar. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson flutti nú hugvekju. Bað hann húsinu og allri starfsemi þess blessunar og heilla. Aðrir sem tóku til máls voru: menntamálaráðherra Svavar Gestsson, Jón Eiríksson oddviti Skeiðamanna, Þóra Júlíusdóttir Varmagerði, Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri, Guðni Ágústsson alþingismaður og Jón Ingi Gíslason. Að lokum sleit Sveinn A. Sæland hinni formlegu dagskrá, bað gesti að skoðasigumog þiggja veitingar, sem Kvenfélagskonurframreiddu. Líklega er óhætt að fullyrða að allir hafi horfið saddir og sælir til síns heima eftir þennan glaðning í bakkelsi og byggingalist. S.B. Gjafir til Reykholtsskóla í tilefni af vígslu nýbyggingarinnar: 160 þús kr. 70 þús Torfastaðasókn gaf fé til kaupa á ljósritunarvél, kr. Haukadalssókn gaf fé til kaupa á leirbrennsluofni, Bræðratungusókn gaf fé til kaupa á leirbrennsluofni, kr. 50 þús. Skálholtssókn gaf biblíu í skinnbandi, Passíusálma (2 eint.), i- og cr. ogmynd. Gnúpverjar, Hruna- og Skeiðamenn Ýmsir gáfu vinnuframlag sitt. gáfu málverk Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.