Litli Bergþór - 01.04.1990, Síða 10

Litli Bergþór - 01.04.1990, Síða 10
Umhverfis flröina stolið af Gauju bankabókinni hennar með öllum ferðapeningunum og passanum hennar Önnu! Síðasti dagurinn hjá þeim í Höfn, fór því í að bjarga innstæðunni og fá nýjan passa. En fall er fararheill, og fyrst þetta þurfti að koma fyrir var eins gott að það gerðist í Kaupmannahöfn, þar sem hægt var að bjarga málunum á einum degi! Af stað komumst við semsagt 12. nóvember, og eftir millilendingar í Berlín og Aþenu, lentum við í Damaskus. Við vorum ekki með vega- bréfsáritun til Sýrlands, þar sem okkur hafði verið talin trú um að íslendingar þyrftu slíkt ekki frekar en Danir. Island var hinsvegar ekki á lista yfirþau lönd, sem voru í náðinni, og flugvallarstarfsmenn í Damaskus höfðu litla hugmynd um að landið tilheyrði hinum virtu Norðurlöndum. En inn í landið komumst við þó, - eftir smá þóf og auka- þóknun til passaskoðaranna. Damaskus virtist okkur frekar rykug og þyrrkingsleg borg, enda staðsett mitt úti í "eyði- mörk". Það var rétt passlegt að vera þar þessa 3 daga. Ahrif Múhameðstrúarinnar leyna sér ekki, við tókum mest eftir öllum svartklæddu konunum með blæjur fyrir andlitinu, sem skunduðu um göturnar með byrðar sínar á höfðinu, - og framhleypnum karlmönnum, sem eru einkennandi fyrir múhameðstrúarþjóðfélög. - Það gáfulegasta semviðgerðumþar, varaðklífafjallið"Kassione", sem borgin stendur undir. Tókum strætó upp að fjallsrótum og ætluðum síðan að ganga upp akveginn, sem liggur upp á fjallið. Fljótlega var okkur þó boðið far af tveim ungum "séntlurum" á rauðu rúgbrauði, sem buðust til að keyra okkur upp, - og sýna okkur í leiðinni akstursfæmi sína.- Eftir þá lífsreynslu afþökkuðum við farið til baka, og gengum niður, eftir að hafa horft nægju okkar yfir alla borgina og mistri hulda eyðimörkina í kring. Síðasta daginn skoðuðum við svo virtustu moskuDamaskusborgar, Oumawy-moskuna. Við stúlkurnarþurftum að skrýðast skósíðum svörtum hettukuflum og að sjálfsögðu ganga berfættar um guðshúsið, Múhameð til dýrðar. En það var vissulega sérstæð stemmning þarna inni. I Damaskus kynntumst við 6 dönskum "krökkum" á okkar aldri, sem komu með sömu flugvél og við og voru líka á leið til Nepal. Vorum við meira og minna í samfloti með þeim fyrstu vikurnar, enda höfðu sum þeirra ferðast um þessi lönd áður og okkur þótti gott að hafa samfylgdina svona í byijun ferðar. Það var fyrst eftir að við komum til Indlands, að við fréttum, í bréfum að heiman, að borgin hefði orðið fyrir loftárásum, aðeins örfáum dögum eftir að við vorum þar. Frá Damaskus lá leiðin svo til næstu "rykborgar", - Delhi í Indlandi.- Þar vorum við í viku, bjuggum á stað sem hét því alþjóðlega nafni "Tourist Camp". Það var svæði með tjöldum og litlum leirkofum, sem voru leigðir túristum. Mjög þrifalegur staður, miðað við Indland, með ágætri klósett- og baðaðstöðu, - þægindum, sem við urðum fljótlega að venja okkur af. - Gat í gólfið og vatnsdolla í staðinn fyrir klósettpappír er það sem gildir í Asíu yfirleitt. Og svo borðar maður bara með hægri hendinni, sú vinstri má aldrei koma upp á borðið! Maður lærði auðvitað fljótlega að borða með puttunum, því þetta er langt fyrir sunnan hníf og gaffal, og borðbúnaðurinn á matsölustöðum innfæddra er yfirleitt einungis blað af bananatré í staðinn fyrir disk, - og svo vatnsdolla til að þvo putta hægri handar í eftir matinn! Við lærðum einnig, að ódýrast og best var að borða á matsölustöðum innfæddra, og minnst hætta á að fá í magann. Þeir vita nefnilega hvernig þeir eiga að Við Gauja í Oumawy-moskunni í Damaskus. Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.