Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 8
Frá umhverfismálanefnd Á seinni árum hafa „litlir kassar" ekki við lækjarbakka heldur við vegi landsins verið settir upp. Upplýst sem við erum, veit hvert mannsbarn til hvers þeir eru: - til að henda í rusli, og hreppsreikningarnir vegna þeirra sýna, að þar höfum við hent heilum ósköpum. Flutningskostnaður ruslagámanna nemur um tveimur milljónum króna árlega. En betur má ef duga skal! Lærum að flokka rusl betur bæði það sem til fellur innan húss sem utan. Innan húss: a) Safna öllu því sem rotnar og setja það í safnhauginn. b) Hafa pappír sér, dagblöð búntuð og geymd til endurvinnslu. Pappír má annars brenna á öruggum stað. c) Rafhlöður eru settar í þar til gerð ílát sem eru í öllum búðum í sveitinni. d) Flöskur og gosdósir látnar í endurnýtingu. e) Afganginn í ruslafötuna. Utan húss: a) Það sem rotnar er sett í safnhaug en stærri hluti t.d. timbur má urða. b) Járnadrasl má setja í sérstakan járngám sem verður hafður í sveitinni um tíma f sumar, líkt og í fyrra. c) Plast (þá er einkum átt við rúllubaggaplast og áburðarpoka) er geymt á stað þar sem seinna má ná í það til nýtingar, ( er í nánari athugun). d) Rafgeymar. Settur verður upp söfnunarkassi fyrir rafhlöður í sveitinni. Nánar auglýst í T.T. Öll vitum við að rúmmál heilla tómra íláta er meira en þeirra sem lögð eru saman eða jafnvel pressuð. Ef við notum okkur þessa vitneskju við frágang á rusli má spara mikið pláss í ruslagámunum og þar með mikinn flutningskostnað. Til dæmis er hægt að skera botn úr dósum, þá er auðvelt að pressa þær saman. Brjótið líka ýmiss konar kassa (mjólkurfernur, kornflekspakka o.s.frv.) saman, þannig að þar sem áður rúmaði einn er auðveldlega hægt að geyma fimm eða jafnvel fleiri. Umhverfisnefndin er um þessar mundir að kanna hvernig hægt sé að losna við ýmsan úrgang, svo sem plast, rafgeyma, ónýta ísskápa og frystikistur, gömul dagblöð og jafnvel annan pappír ( í endurvinnslu eða eyðingu). Á heimilisfræðiprófi vissu allir nemendur einhver svör við spurningunni: „Hvernig getur þú verið umhverfisvæn(n)“? Ætla ég í lokin að draga svörin hér saman: „Ekki henda rusli, gróðursetja tré, sá grasfræi og lúpínu, ekki aka bíl á grasi, ekki brenna sinu, flokka rusl, kaupa umhverfisvænar vörur, nota ekki of mikla sápu, kaupa endurunnið, ganga í stað þess að keyra stuttar vegalengdir, fara með rafhlöður í ílát og flöskur og dósir í endurvinnslu, nota lítið plast, nota ekki einnota vörur, taka upp rusl af víðavangi og henda í gáma. Sem sagt, allt á hreinu! Renata Sæluhúsi við Svartá valinn staður Fólkið á myndinni er talið frá vinstri: Pétur Jónsson landslagsarkitekt, Jón og Ragnhildur í Gýgjarhólskoti, Gísli í Kjarnhoitum, Þorfinnur á Spóastöðum, óþekktkona, Fríða frá Skipulagi ríkisins, Matthias heilbrigðisfulltrúi Suðuriands, Elín Erlingsdóttirlandfræðingurog fylgifiskurhennar, Hilmar byggingafulltrúi og Gunnar Olsen vegaverkstjóri. í baksýn er Leggjabrjótur, Hrefnubúðir og Hrútfell. Ljósmyndari Drífa. Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.