Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 22
Umhverfis jörðina 8. þáttur Ferðasaga í nokkrum þáttum, eftir Geirþrúði Sighvatsdóttur á Miðhúsum. ENN UM ÁSTRALÍU Það er6. nóvember 1982 og við Anna erum komnartil bæjarins ALICE SPRINGS, inn í miðri eyðimörk Ástralíu, í atvinnuleit. Og þarna átti ég eftir að vinna næstu 3 mánuðina við hreingerningar og framreiðslustörf á veitingahúsi og börum. - Það er kannski rétt aðtakaþaðframaðmargumræddáströlsk eyðimörk líkist ekki mikið Sahara eða öðrum gulum sandauðnum, sem við tengjum yfirleitt eyðimörkum. Eyðimörk Ástralíu er mörg þúsund ferkílómetrar af skrælþurrum rauðleitum jarðvegi sem víða er þakinn gisnum kirkingslegum runnagróðri. Sumsstaðar eru þurrsaltvötn og “ár”, sem ekki sést vatn í nema kannski einu sinni til tvisvar á ári ef heppnin ermeð, ensvogeta liðið mörg ár án þess að deigur dropi komi úr lofti. Alice Springs, eða ALICE eins og bærinn er yfirleitt kallaður,ereinkennilegurstaður. Þaðeru 1200-1500 km til næsta byggðakjarna af sömu stærð, sama í hvaða átt er farið. Bærinn liggur í skjóli við lágan rauðan fjallgarð og á tilvist sína að þakka vatnsbólum sem þar eru við jarðvegsfellingarnar. í gegnum bæinn “rennur” Todd-áin, sem að vísu er þurr mestan part ársins, nemaþegar húnflæðiryfirbakkasínatvisvartil þrisvar á ári eftir stórrigningar. Þetta er græn vin í eyðimörkinni, himinninn er blár mestallt árið, hitinn 40 - 50 gráður, jörðin rauð og sólsetrin fjólublá. Þarna er blómskrúð og trjágróður - og froskar og brunnklukkur í klósettunum. Alice Springs er lítið samfélag, um 30.000 manns, þar sem allir þekkja alla, jafnvel ferðafólkið, sem sífellt kemur og fer í atvinnuleit. Það leið heldur ekki á löngu áður en við Anna urðum “frægar” fyrir okkar skandinavísku framhleypni, svo sem að tala við karlmenn eins og jafningja og taka í hendina á vinnuveitendum. - En þrátt fyrir íslenskan kjaftamóral reyndust Alice-búar umburðarlyndari en margir aðrir gagnvart furðufuglum og atvinnuleyfislausum puttalingum í atvinnuleit, enda sjálfir fáséð samsafn af skrítnum karakterum, sem kunna að meta að fólk bjargi sér. Og aldrei var ég spurð um atvinnuleyfi meðan ég vann þar. - Reyndar var ég líka passalaus til að byrja með, því eins og ég sagði frá í 6. þætti, fylltist passinn minn af vegabréfsáritunum í Singapore og ég hefði ekki komist útúrÁstralíu nemafánýjanpassa. En íslensksendiráð eru ekki á hverju strái og ekki í Ástralíu, svo ég tók það til ráðs að senda passann minn, ásamt mynd, heim til lögreglustjórans í Reykjavík og biðja um nýjan passa. Að vísu gat hann ekki gefið út nýjan passa að mér fjarverandi, en af góðsemi sinni bætti hann bara nýjum blaðsíðum í gamla passann og sendi mér hann um hæl, og það dugði mér það sem eftir var ferðarinnar. Eitt er það sem setur mikinn svip á Alice, en það eru frumbyggjarnir, sem eru þar fleiri og í verra ástandi en maður á að venjast í öðrum borgum Ástralíu. Sorglegt dæmi um uppleystaog rótslitnamenningu. Þarna ráfa þeir um göturnarog uppþornaðan árfarveginn, skítugir, illalyktandi, rifnirogtötralegir, meiraog minnadrukknir með reifað höfuð, fót eða handlegg, veifandi sínum tveggjalítrahvítvínsflöskum. Konurnaryfirleittakfeitar og mennirnir með bjórvömb. Slagsmál, rifrildi - og barinn aðal áhugamálið. Þeireru atvinnulausir, enginn vill fá frumbyggja í vinnu nú í kreppunni, því þeir hugsa öðruvísi en hvítir. Stundvísi, ábyrgð og skyldur eru loðin hugtök, - þegar þeir hafa unnið sér inn dálítinn pening sjá þeir enga ástæðu til að púla meira í bili og hverfameðanþeireyðaaurunum. Kannski íbrennivín, kannski kaupaþeirsérbílhræogbjóðaallrifjölskyldunni í bíltúr út í eyðimörkina þar til druslan bilar eða verður bensínlaus. Þeir vilja helst láta hverjum degi nægja sína þjáningu og eiga erfitt með að aðlagast vestrænni menningu. Hugsunarháttur þeirra, trú og verðmætaskyn er svo frábrugið okkar. Áströlsku frumbyggjarnir hafa semsagt, eins og eskimóarnir og indjánarnir; tapað menningu sinni og verða að aðlagast okkar vestrænu menningu, sem öllu tröllríður, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Og rótleysið leiðir til óhamingju og drykkjuskapar. - Þó þeir vildu hverfa til baka til gamalla lifnaðarhátta, er það hægara sagt en gert eftir kynni af öðru, enda ekki að miklu að hverfa nema eyðimörkinni. Þeir hvítu hafa hirt af þeim allt nýtilegt land og í staðinn látið þeim í té atvinnuleysisbætur, sem eytt er í vitleysu, og hús, sem eru vanrækt og jafnvel notuð í brenni á veturna. - Og allt þetta kyndir undir kynþáttahatrinu. - Auðvitað lifa þó ekki nærri því allir frumbyggjar í strætinu, það fer bara minna fyrir þeim, sem hafa aðlagast reglubundinni vinnu og fjölskyldulífi. Eins og ævinlegaeruþað svörtusauðirnirsemmerkjastofninn. Atvinnuleysi var mikið í Ástralíu þegar við vorum þarna, ein 12% var okkur sagt. Það var því kannski skiljanlegt að þeir hvítu, sérstaklega þeir sem voru atvinnulausir, sæju ofsjónum yfir þeim skattpeningum sem ausið var í frumbyggjana og fyndust þeir ekki fá sömu fyrirgreiðslu og þeir. Kvöld eftir kvöld, viku eftir viku, gat maður hlustað á nágranna okkar í húsvagni nr. 59 og drykkjufélaga þeirra, þar sem þeir sátu fyrir utan húsvagninn og sögðu ótrúlega hatursfullar sögur Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.