Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 29
aðeins um 100 metrar að fossinum frá girðingunni. Er vel þess virði að taka á sig þann smá krók. Fallegt er líka við lindirnar, þar sem Kálfáin kemur upp, rétt ofan við tjarnirnar. Þegar gengið er fyrir þær og í átt að Skörðunum, er komið á vegarslóða, sem fylgja má til norðurs upp í Skörðin. Til suðurs liggur vegaslóði þessi framhjá KOLGRIMSHÓL, - áberandi hól, sem gnæfir upp úr miðju hrauninu, - og niður að Úthlíð. Einnig er hægt að fylgja slóðanum til austurs frá Skörðunum, meðfram Högnhöfða og þaðan að norðurenda MIÐFELLS og heim að Séð til suðvesturs af Strokki. Vörðufell til hægri við sjóndeildarhring. Úthlíð. Ekki er mælt með því að reyna að leggja það á menn eða bíla að keyra þennan hringveg, enda er það lítið fljótlegra en að ganga hann. En það er víða fallegt þarna í hrauninu, og ef fólk vill frekar fylgja vegarslóða alla leið, er það góður þriggja tíma gangur að ganga upp í Brúarárskörð frá Úthlíð fram hjá Kolgrímshól. Mun lengra er að ganga veginn framhjá Miðfelli, en það er líka mjög falleg leið. Að lokum er göngufólki óskað góðrar ferðar, en það jafnframt beðið um að ganga vel um landið og valda ekki óþarfa ónæði í sumarbústaðabyggðum. Áð við Brúará í mynni Brúarárskarða. G.S. Litli - Bergþór 29

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.