Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 16
s Ur sögu Biskupstungnaafréttar JJndir miðja 19. ölclfór að verða áluigi á að nýta afréttinn fyrir innan Hvítá til sumarbeitar sauðfjár. Hérfer á eftir samningur, sem gerður var um leigu á honum. Hann mun aldrei hafa verið notaður, og nokkrum árum síðar kaupir hreppurinn þetta land. Samningurinn er hér skrifaður upp eftir samtíma eftirriti eins og það er í samantekt Magnúsar Más Lárussonar á gögnum vegna markamálsins á Kili, enfœrður til nútíma stafsetningar. A.K. Ár 1848 þann 9. júní var sýsiumaðurinn í Árnessýslu, kammeráð Melsteð til staðar á Torfastöðum til þess, ásamt með eftirskrifuðum fjórum dánumönnum, nefnilega hreppstjóra Agli Pálssyni í Múla og bændunum Eyjólfi Guðmundssyni á Auðsholti, Þorsteini Þorsteinssyni á Úthlíð og Sigurði Pálssyni á Spóastöðum að samantaka frumvarp til reglugerðar fyrir Biskupstungnahreppsmenn um það hvernig hreppsmenn hér sem best og haganlegast notað geti afréttarland það fyrir norðan Hvítárvatn, sem þær fjórar kirkjur í Biskupstungum, Skálholts-, Torfastaða- , Bræðratungu-, og Haukadalskirkjur, eftir máldögum vilja eigna sér. Til þessarar samkomu voru af kirkjueigenda og umráðamanna hálfu til staðar presturinn, séra Björn Jónsson á Torfastöðum og hreppsstjórinn, Magnús Jónsson á Austurhlíð, en af hreppsbændum voru nálægir bændurnir Guðmundur Guðmundsson á Króki, Jón Ólafsson á Bræðratungu, Páll Guðmundsson á Gýgjarhóli og Eyvindur Þorsteinsson á Fellskoti. Varð þá bæði álit gjörðamanna og samkomulag annarra hlutaðeigandi sem eftir fylgja: 1. Biskupstungunamenn skulu mega fyrst um sinn, uns nákvæmara verður útkljáð hvort Ytrihreppsmenn eiga nokkurt tilkall til landsins fyrir norðan eða innan Jökulkvísl eða ekki, mega nota allt landið fyrir innan Hvítárvatn milli jökla norður að fjórðungamótum og suður að Jökulkvísl til trippagöngu, grasa- og rótatekju og allra annarra nytja móti 4ra rbd. árlegu eftirgjaldi af sveitinni er deilist til jafnaðar milli kirknanna. 2. Gjald þetta niðurjafnast á alla Biskupsungna búandi menn er búa fyrir ofan Hvítá, en hvort kirkjueigandi innkallar sitt gjald frá svo mörgum sveitarbúum sem ber að greiða þann honum tilkomandi part af afgjaldinu. 3. Eins og það áður ákveðna eftirgjald ei stendur lengur en þangað til skorið er úr því hvort nokkuð gengur undan kirkjunum af því áður tiltekna landi þannig er það nú einnig umsamið af hér nálægum kirkjueiganda og umsjónarmanni ásamt sveitarmönnum að Biskupstunguansveit skuli fá til kaups og frjálsrar brúkunar úr því þau afréttarlönd sem kirkjunum annaðhvort eftir samningi eða dómi verður tilheyrandi fyrir innan vötn fyrir sannsýnilega borgun, og lofa kirkjuverjarar þeir er hér eru nú nálægir að útvega hér til samþykki þeirra fráverandi kirkjueiganda, og sýslumaðurinn lofar aðstoð sinni til þess að útvega stjórnarinnar samþykki til sölunnar. 4. Sveirarmönnum skal vera boðið til þess að undirskrifa þennan gjörning hið fyrsta skeð getur á kirknafundum og mega allir búast við að engin trippi verði liðin óátalin eða sektalaus í heimalöndum upp héðan. Til staðfestu þessum gjörningi undirskrifa, útsupra. P. Melsted, E. Pálsson, E. Guðmundsson, Th. THorsteinsson, S. Pálsson, B. Jónsson, TH. Jónsson, T. Eiríksson, G. Guðmundsson, Jón Ólafsson, Valgerður Jónsdóttir, nafnið handsalað, handsalað, Páll Guðmundsson, Eyvindur Þorsteinsson, handsalað nafnið. Rétt afskrifað eftir frumritinu vitum við undirskrifaðir, St. Þorláksson, S. Pálsson. Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.