Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 15
Heilbrigðismál fyrir 50-60 árum frh. tjaldið og kynda primusinn á milli tjaldanna. Við þetta batnaði loftið í innra tjaldinu og hitinn varð jafnari þar inni. Hiti piltsins féll á 8. degi og var hann síðan fluttur 3 dögum síðar heim til sín á kviktrjám, var það 6 stunda ferð. Pilturinn var lengi að ná sér sem eðlilegt var. Kvillar skólabarna. Tannskemmdir eru mjög algengar. Lús og nit alltof algeng. Eru það alltaf sömu heimilin sem þau koma frá. Slysfarir. Langalvarlegasta slys ársins varð 20. ág er bíll með 5 manns keyrði niður í Tungufljót framan við brúna á þjóðveginum og drukknuðu 3 konur sem sátu í aftursæti bílsins, en tveir karlar komust af er voru í framsætinu. Virðist það ganga kraftaverki næst því fljótið er þarna mjög djúpt og straumhart. Ýms heilbrigðismál. Á þessu ári var gamli læknisbústaðurinn í Laugarási rifinn og vandað steinhús byggt í staðinn. Er eitt herbergi í húsinu ætlað fyrir sjúkling ef með þarf. Gróðurhúsum fjögar á hverju ári einkum í Biskups- tungum. Enn eru aðallega ræktaðir tómatar í þeim. í ráði er að auka þessa rækt stórlega á næsta ári. Kartöflurækt er víðast í góðu lagi og grænmetisrækt nokkur. Ókostur við mjólkurbúin er að flestir bændur freistast til að láta alla mjólkina í búin svo nota verður smjörlíki eingöngu á heimilinum. Helst ætti ekkert smjörlíki að vera til. Búið sendir hverjum framleiðanda heim osta og skyr í hlutfalli við mjólkurmagn hans og er það höfuðkostur því annars mundu þessar vörur ekki vera notaðar á heimilunum að neinu ráði. Íþróttalíf er nokkurt. Leikfimi er kennd við flesta barnaskólana sund sömuleiðis. Heitar laugar eru í 4 hreppum héraðsins. Kirkjureru margar í mínu héraðieigaaðveraa.m.k. 14. Ein þeirra fauk í ofviðri fyrir 2 árum. Þar fyrir finnst nú engin kirkja. Var hún í bændaeign. Sumar þessar kirkna eru lítið sem ekkert uþphitaðar. 1939. Árferði og almenn afkoma. Árferði með besta móti. Sumarið hið besta sem elstu menn muna. Afkoma og hagur almennings hefir aldrei verið betri, þau tæp 8 ár, sem ég er búinn að verta hér. Undantekningu frá þessu má telja þau svæði sem mæðiveikin hefir leikið harðast. En opinberar aðgerðir létta þar stórum undir. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði. Fólkinu hefur fjölgað á árinu í fyrsta sinn nú um allmörg ár. Manndauði svipaður og undanfarin ár. Barnkoma með minnsta móti. Sóttarfar og sjúkdómar. Heilsufar ágætt allt árið. Erfið viðfangs reynast óþrifin. Einstöku heimili hafa alveg upprætt hjá sér lúsina. Samt eru nokkur eftir ennþá. Sá siður hefur verið tekin upp í flestum skólum að gefa börnum lýsi. Ýms heilbrigðismál. Ennþá eru engin sjúkrasamlög í héraðinu, nema nemendur í Laugarvatnsskóla skipta jafnt með sér öllum sjúkrakostnaði yfir skólaárið. Landlæknir veitti á árinu kr. 400 úr læknishéraðssjóði Grímsneshéraðs til kaupa á hús- og hjúkrunargögnum í sjúkraherbergið í læknisbústaðnum. Byggingaöld hefir verið mikil hér undanfarin ár. Mörg íbúðarhús hafa verið byggð, einkum úr steinsteypu og nokkurúrtimbriennfremurútihús, hlöður, fjós, haughús og safnþrær. Raflýst hefir verið á tveimur heimilum með vatnsafli og nokkrir bændur hafa fengið vindmyllur til raflýsingar. Reynast þær vel einkum hin ameríska gerð þeirra. Þær framleiða lágspennt rafmagn 6-24 volt. Mataræði fólks er víðast sæmilegt, þó æskilegt væri að kostur væri á nýmeti lengri tíma árs en nú er. Kartöflurækt var með meira móti s.l. sumar, grænmetisrækt sömuleiðis. Símasamband er víðast í héraðinu sæmilegt, þó vantar síma í efri hluta Hrunamannahreþps og eystri Tunguna tilfinnanlega. Sveitasíma er verið að koma á í Gnúpverjahreppi er komin á nokkur heimili en búast má við að þær framkvæmdir stöðvist vegna stríðsins. SKALINN Laugarási kaffiveitingar - ís - pottablóm - íslenskt grænmeti opið alla daga til 10 ágúst kl. 14 - 19. Eftir 10. ágúst aðeins opið um helgar frá kl. 14 - 19. Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.