Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 14
því að vera góð en þar kemur til greina skuldir frá fyrri árum og erfið verslun. Skortur þekkist hér hvergi. Sóttarfar og sjúkdómar. Heilsufar var töluvert lakara þetta ár en árið fyrir. Voru það einkum influenzan og kíkhóstinn sem ollu því. Ennfremur mænusóttin síðari hluta ársins. Influenza. Hún barst hingað í marsmán. frá Rvík. Fór um aiit héraðið á skömmum tíma og var á slæðingi frá í júní. Nokkur tilfelli af lungnabólgu komu uppúr henni og 1 barn ertalið dáið úr influenzu. Þó er vafasamt hvort ekki hefði átt að skrifa það á reikning kíkhóstans sem það fékk nær samtímis. Kíkhósti. Kíkhósta varð fyrst vart í apríl en náði ekki verulegri útbreiðslu fyrr en í maí. Voru sýkingar flestar í þeim mánuði. Fór svo að draga úr honum og var að mestu hættur að sýkja í ágúst. Mænusótt. Mænusótt barst hingað frá Rvík í ágústmán með fjölskyldu sem kom hingað til sumardvalar, sýktust 8 börn af 11 á sama bænum (tvö heimili) öll mjög vægt. í október sýktust 2 börn á heimili skammt þaðan og dó annað þeirra á 1. sólarhring. Loks sýktust 2 nemendur á Laugarvatnsskóla og 1 barn á bæ í nágrenni hans og lömuðust allir þessir sjúklingar lítið eitt. Kvillar skólabarna. Algengasti kvillinn voru tannskemmdirnar. Óþrif höfðu minnkað um helming frá því árið fyrr og er það áreyðanlega eftirlitinu að þakka. 2 börn höðu áður verið berklaveiken nú hættulausog leyfðskólavist. Síðastliðið sumar var gerður leikvöllur við Reykholtsskóla í Biskupstungum. Er það grasvöllur 16 x 80 metrar að flatarmáli. Ýms heilbrigðismál. í Laugarvatnsskóla var hjúkrunarkona yfir skólatímann er það til mikilla bóta því margt kemur fyrir á svo mannmörgu heimili sem hefur á 2. hundrað manns. Hefur það oft sparað læknisvitjanir því oft má komast af með að tala við læknirinn í síma. Kvenfélag Biskupstungna hefur ráðið ólærða hjúkrunarstúlkuoglánarhanaáheimili þarsemveiknidi koma fyrir og þess er þörf. Ég gat þess í skýrslu minni árið 1932 að nokkuð beri á heirmabrugguðu áfengi. Nú hefur það horfið úr sögunni eða af markaðnum a.m.k. eins og búast mátti við er aðflutningsbannið var afnumið. Vínnautn hefur alls ekki aukist síðan eftir því ég best veit. Það kemur fyrir nú eins og áður að menn sjást kenndir á samkomum. En mér erekki kunnugt um nokkurn mann í mínu héraði sem hefur beðið heilsufarslegt tjón af vínnautn. 1936. Árferði og almenn afkoma Árferði mátti heita gott. Veturinn frá nýári mildur, vorið að vísu kuldasamt svo tún spruttu í lakara lagi. Heyskapur í meðallagi eða vel það. Afkomaalmennings síst lakari en 1935. Efnahagur bænda stendur völtum fótum en enginn þarf að líða skort. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði. Héraðsbúum hefur fækkað lítilsháttar vegna burtflutnings. Barnkoma og manndauði svipað og undanfarandi ár. Sóttarfar og sjúkdómar. Heilbrigði á árinu hefur verið líkt og árið 1935 nokkuð kvillasamt á tímabilinu maí-ágúst voru það einkum mislingarnir sem áttu sök á því. Ýms heilbrigðismál. Sjúkrasamlög eru engin í héraðinu ennþá. Húsbyggingar hafa verið með mesta móti á árinu, eru það mest steinsteypu hús. Hreinlæti virðist mér í sæmilegu lagi víðast. Fæði manna er ábótavant í því að nýmeti vantar langa tíma á árinu. Mjólkursala er hér almenn og fer meðferð hennar batnandi. Er það mikið vegna flokkunnar hjá búunum, allir keppast við að hafa mjólkina í fyrsta flokki. Áfengisnautn er lítil helst utanhéraðsmenn á samkomum hér sem neyta áfengis svo úr hófi keyri. 1937. Árferði og almenn afkoma Árferði var með lakara móti þetta ár. Veturinn fremur harður og sumarið svo votviðrasamt að með fádæmum þótti. Töður hirtust ekki almennt fyrr en í byrjun september og þá stórskemmdar sama var að segja um úthey. Reynt var að bæta úr þessu með fóðurbætiskaupum sem hefur mikinn kostnað í för með sér. Hagur bænda hefur ekki batnað af þessum ástæðum þrátt fyrir gott sölu ár. Tjón af völdum mæðiveikinnar hefur orðið tilfinnanlegt í tveimur hreppum héraðsins og er yfirvofandi í hinum hreppunum. Ýms heilbrigðismál. Kaffineysla ertöluverð mætti vera minni. Tóbaksnautn nokkur, þó álít ég að hún sé ekki eins mikil og f sjóþorpum og kauptúnum. Stúka var stofnuð s.l. haust í Biskupstungnahreppi. 1938 Árferði og almenn afkoma Árferði með betra móti og afkoma almennings batnandi. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði. Fólkinu fækkar heldur í héraðinu þó er ekki mikið um að fólk flytji burt. Fæðingum fækkar en manndauði helst svipaður. Sóttarfar og sjúkdómar. Taksótt. Eitt tilfellið er mér sérstaklega minnisstætt. Var það piltur um tvítugt sem veiktist í byrjun júlí uppi á öræfum sunnan Langjökuls þar sem hann var að vinna við mæðiveikisgirðinguna ásamt fleiri mönnum. Fór ég til hans á fjórða degi . Lá hann í tjaldi með óráði og 40° hita. Reynt var að hita upp tjaldið með primus sem spilti loftinu mjög. Lét ég tjalda öðru stærra tjaldi utanyfir hitt Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.