Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 12
Heilbrigðismál fyrir 50-60 árum Árið 1930 var héraðslæknum gertað skila skýrslum um starfsemi sína. Við skoðitn íLaugarási nýlega, kom í Ijós að afrit afþessum skýrslum eru til, og við yfirlestur sýndist mér að ýmislegt það, sem þar ber á góma gœti verið fróðlegur og skemmtilegur lestur. Það sem nú verður birt er úr skýrslum frá 1931-40. Höfundur þeirra ársskýrslna sem hér er birtur úrdráttur úr er Olafur Einarsson. Hann erfæddur 1895 og kom sem héraðslæknir í Grímsneshérað 1932 með búsetu í Laugarási og starfaði hér til 1947 er hannflutti til Hafnaifjarðar. Hann héltþó tryggð við Tungurnar og hefur verið með sumarbústað í Laugarási allt síðan. Þar hefur hann áisamt fjölskyldu sinni ræktað upp myndarlegan trjáreit sem þekktur erfyrir sérstaklega stórvaxin aspartré. Olafur Einarsson andaðist íHafnarfirði í byrjun júní 1992.. Reynt var að halda sig við frumtextann en augljós pennaglöp leiðrétt. Skýrslur þessar eru allar gerðar eftir ákveðnu formi þar sem kaflarnir heita: I Arferði og almenn afkoma. II Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði. III Sóttarfar og sjúkdómar(4 stafliðir). IV Barnsfarir. V Slysfarir. VI Fávitar. VII Yms heilbrigðismál. Það sem hér er birt er mest útr köflunum árferði og almenn afkoma og ýms heibrigðismál. Skýrslugerðþessari var hœtt 1962 og nú eru einungis sentyflit um aðsókn að heilsugœslustöðinni og starfsfólk þar. Eins ogfram kemur í texta hefur ársskýrsla 1930 verið skrifuð en hún hefur ekki fundist. PS Grímsneshérað 1931. Ársskýrsla. Yfirlit yfir heilsufar og heilbrigðismál. Útbreiddir sjúkdómar og alvarlegir ekki meö meira móti á árinu að undantekinni taugaveikinni er kom fyrir í 2 hreppum. Þó engin sé sullaveikur í þessu héraði, tel ég hundahreinsanir gerðar óvandvirknislega. Menn fást treglega til þess að gera þetta starf og ávallt er verið að skipta um þá. Hvergi eru mér vitanlega hundahreinsunnarkofar. Hundumvirðiststundumhleypt út án þess að líkur séu fyrir því eða trygging fyrir að þeir hafi nóg hreinsast eftir meðalainngjöfina. Ber það því við að hundarnir virðist vera að hreinsast eftir að þeir eru komnir heim til sín. Um húsakynni alþýðu vísast til fyrri ársskýrslu. Hafa ekki orðið miklar breytingar yfirleitt. Fremur virðist hafa orðið hlé á vegna kreppunnar, þó nokkuð hafi verið byggt af húsum áárinu. Það er einkum ein sveit í þessu héraði sem geta verður um í þessu sambandi: það er Laugardalur. Hafa á þessu ári (1931) og 1930 verið raflýstirog rafhitaðir6bóndabæiríþeirri sveit. Másegja að þetta séu orðin önnur býli og annað líf þar og það auðvitað til batnaðar. í Grímsnesi er einn bær raflýstur og hitaður, í Biskupstungum tveir auk barnaskólans. Versturerkuldinn íbæjunum. Margarvistarverurgætu verið nokkurnveginn viðunandi ef betur væri séð fyrir sæmilegri hitun. Ég hefi getið þess ífyrri ársskýrslum að sumstaðar hafi verið tekið uppá því að leiða heitu vatni frá eldavélinni sem miðstöð. Er það betra en ekki þó verður þetta varla fullnægjandi bæði vill hitinn verða misjafn og ónógur í flestum hitavélum þó eru að sögn til hitavélar sem sérstaklega eru gerðar í þessu skyni. Þrifnaður inni í bæjum þarf að batna. Finnst méreinsog ég hefi áður getið um, hin nána umgengni fólks við hundana og það hvað þeim er lítið bægt frá því að vaða óhreinum hvenær sem þeim sýnist inn í dvalarstaði fólks, eiga drjúgan þátt í því hve illa gengur að þrífa bæina. Fráræzla er víðast léleg. Vatnsleiðsla færist þó í vöxt. Að í þrifnaði sé fremur um framför að ræða virðist mér útsjón (og framkoma) unga fólksins bera vott um yfirleitt. Virðistþaðíþessumefnumverafremramiðaldra og eldra fólki. Viðuværi alþýðu er sæmilegt fólkið lítur vel út og hér finnst ekki skyrbjúgur. Vínnautn er lítil. Miklar f ramfarir í skóla á seinni árum. Hafa verið byggðir tveir ágætir barnaskólar annar að Flúðum í Hrunamannahrepp hinn í Reykholti í Biskupstungum. Er falleg sundlaug við þann síðarnefnda að vísu óyfirbyggð ennþá. í Grímsnesi er kennt í stóru samkomuhúsi, stórum sal. Má kallast óviðunandi eins og það er. í Laugardal er einnig farkennsla. Vegna þess hve víða er raflýst og hitað verður það sæmilegra. Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.