Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 7
Hvað segirðu til? Hér verður greint frá því helsta sem fréttnæmt telst úr sveitinni frá miðþorra til fardaga. Heilsufar hefur verið framur gott, þótt hvimleiðir farandkvillar hefi hrjáð ýmsa. Tíðarfarið hefur líka verið gott, einkum með tilliti til möguleikaágreiðumferðumumvegi. Veturogsumar frusu ekki saman en nokkurt frost var, einkum um nætur, á fyrstu vikum sumars. Fyrri hluti maí var fremur kaldur en hinn síðari hlýr og úrkomusamt hefur verið í vor. Grasspretta er á góðum vegi og líkur á að sláttur geti hafist snemma. Menningarlíf hefur verið með talsverðum blóma. Skálholtskórinn æfir reglulega a.m.k. einu sinni í viku. Hann flutti Messu eftir Schubert með Söngfélagi Þorlákshafnarbæði í Skálholtskirkju og Þorlákskirkju. Söngkór Miðdalskirkju og Skálholtskórinn héldu söngskemmtun í Aratungu 10. maí. Motettukór Hallgrímskirkju og Bachsveitin í Skálholti fluttu Jóhannesarpassíu eftir Bach í Skálholtskirkju laugardaginn fyrir Þálma. Ungmennafélag Gnúpverja sýndi Músagildru Agöthu Christie í Aratungu í mars. Árnesingakórinn í Reykjavík hélt tónleika í Skálholti 30. maí. Á tónleikum í Aratungu í byrjun júní lék Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu og Michael Munson á píanó og drengjakór Dómkirkjunnar í Uppsölum söng í Skálholtskirkju 10. júní. Leikdeild Umf. Bisk. setti upp leikritið „Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt“ með nemendum í efstu bekkjum Reykholtsskóla. símstöðvar í Reykholti. Nú er risið annað hús við Bergholt með tveimur kaupleiguíbúðum og einni byggðri af einstaklingi. Verðurþaðvæntanlegatilbúiðsíðsumars. A.m.k. þrjú önnur íbúðarhús eru um það bil fokheld. í Bergholti hefur verið tekin í notkun félagsaðstaða. Er það aðstaða fyrir mötuneyti, ýmlskonar félagsstarfsemi, föndur og heilsurækt. Vestan við Gullfoss hefur verið byggt hús við veg þann er lagður var um austanverða Selmýri í haust og er syðsti hluti Kjalvegar, F 37. Á það að húsa salerni fyrir gesti. Náttúruverndarkamar í Selmýri. Nefna mætti þrjú mál, sem töluvert hafa verið til umræðu hér í vetur bæði á fundum og manna á meðal. Eru það samþykkt um hundahald, stefna Landgræðslu ríkisins um beit á afrétti og f rumvarp umhverfisráðherra um skipulag hálendisins. Gunnar Sveinbjörnsson á Hvítárbakka, sem hefur búið síðustu ár í litlu húsi þar sem hann kallaði Halakot, lést í febrúar. Bræður tveir frá Galtalæk, Guðmundur og Hermann Egilssynir, létust í vetur og vor. Allir voru þessir þrír jarðaðir í Bræðratungu. A.K. Barnakór Biskupstungna og Grensáskór við messu. Barnakór Biskupstungna lauk vetrarstarfi sínu með því að syngja við messu í Skálholti 24. maí og fékk þá Barnakól Grensáskirkju í heimsókn. Ýmislegt fleira mætti telja af menningarviðburðum svo sem námskeið bæði í dansi og reiðmennsku. Helstu tíðindi af samgöngumálum eru lagning olíumalaráBiskupstungnabrautfráBrúarárbrúog upp fyrirSpóastaðasmalaskála, uppbyggingsömu brautar á móts við Reykholtshverfi og tenging stafrænnar Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.