Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 28
Gönguleiðir í Brúarárskörð BRÚARÁRSKÖRÐ eru talin hrikalegasta gljúfur í Árnessýslu (samkvæmt bókinni Landið Þitt ísland) og þau liggja milli RAUÐAFELLS að vestan og HÖGNHÖFÐA að austan. í þeim kemur Brúaráin upp. Þarna má sjá vatnið fossa í smásprænum beint út úr berginu ofan í hyldjúpt gljúfrið, en til þess að sjá það vel verður að ganga upp á LITLHÖFÐANN, lágan höfða austan við skörðin, utan í Högnhöfðanum. Hér er ætlunin að lýsa í stuttu máli helstu gönguleiðum í Brúarárskörð frá Miðhúsum og Úthlíð. Stysta leiðin, og jafnframt sú fallegasta, er að ganga frá enda vegarins sem liggur framhjá orlofshúsum Verslunarmannafélags Reykjavíkur í Miðhúsaskógi. Ekið er alveg inn að HRÚTÁ, rúmlega 3 km leið. - Einnig má aka u.þ.b. hálfa leið að bústöðunum, (þar sem rafmagnslínan beygirtil vesturs), og ganga þaðan eftir vegarslóða, sem liggur inn Faxalautir upp að Hrúthaga við upptök Hrútár. Ef það er gert missir maður hinsvegar af göngunni meðfram Hrútánni, sem er mjög falleg. - Afleggjarinn að bústöðunum í Miðhúsaskógi er vestan við fjárhúsin á Miðhúsum. Ef ekið er alla leið inn að Hrútá, er gengið til norðausturs meðfram Hrútánni um 700 m, þar til komið er fyrir upptökin. Þaðan má taka strikið beint upp í Skörðin. Ekki þarf að vaða neinar ár, því einnig er gengið fyrir ofan upptök Fremri- og Innri- KÁLFÁA. Þessar ár allar, Hrútá og báðar Kálfárnar, eru tærar og kaldar bergvatnsár, sem spretta þarna undan hrauninu í fallegum lindum og eru töluvert vatnsmiklar þegar þær falla í BRÚARÁ nokkru vestar. Tvær girðingar eru á leiðinni, sú sem girðir af land Verslunarmanna og svo markagirðingin milli Úthlíðarog Miðhúsa. Er fólk beðið um að nota stiga, sem á girðingunum eru. Um tveggja tíma gangur er inn að Brúarárskörðum hvora leið frá Hrútá, og ef gengið er upp á Litlhöfðann er ráðlegt að áætla a.m.k. einn og hálfan tíma til viðbótar. Ganga þarf dálítið inn eftir höfðanum til að sjá vel ofaní gljúfrið og hafa þar troðist stígar, sem vísa veginn. Fallegt útsýni er af Litlhöfðanum yfir sveitina, en til að sjá inn að Hlöðufelli og Þórisjökli má ganga á STROKK, sem er keilulaga tindur í miðjum Skörðunum. Af Strokki sést mjög vel yfir upptök Brúarár, en ekki sést til Langjökuls vegna þess að Hlöðufell og hlíðar Högnhöfða skyggja á. En fleira má skoða á leiðinni ef tími er nægur. Vestasti hluti Miðhúsalands, milli Hrútár, Brúarár og Fremri-Kálfár, heitir HRÚTHAGI og þar stóð áður bærinn í HRÚTÁRTUNGU í nokkur ár um aldamótin síðustu. Enn má sjá húsatóttirnar vestan í hraunjaðrinum, ef gengið er til vesturs frá upptökum Hrútár, inn í Hrúthagann. Bærinn var byggður á rústum sels, sem Skálholtsstaður hafði þar á sínum tíma. KÁLFÁRFOSS er frekar lítill en mjög snotur foss í Fremri-Kálfá, þar sem hún fellur fram af hraunjaðrinum við Kálfártjörn (Fremritjarnir). Markagirðingin milli Úthlíðar og Miðhúsa endar við tjörnina og eru Gengið meðfram Hrútá. Brúarárskörð vinstra megin í myndinni, Högnhöfði fyrir miðri mynd Litli - Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.