Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 17
Ritgerð úr skólanum Leikrit Eva Sæland 8. bekk. í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um leikritið ÞÚ ERT í BLÓMA LÍFSINS, FÍFLIÐ ÞITT. senr krakkarnir hér í Biskupstungum settu upp á dögunum. Þetta byrjaði þannig að leiklistardeildin hélt fund niðri í Skúta í Aratungu og auglýsti að leiklistaræfingar yrðu settar í gang ef nægur áhugi yrði á því verkefni. Yfir 30 krakkar mættu á fundinn og létu skrá sig. Svo byrjuðu æfingar. Við vorum látin lesa texta úr leikritinu og svo var ráðið í hlutverk. Allir fengu einhver og sumir fleiri en tvö. Leikstjórarnir voru þeir Ingi og Davíð. Já, já, nokkrar æfingar fóru í það að lesa leikritið og svo fórum við upp á svið að leika. Það gekk svona la, la í fyrstu en eftir nokkrar æfingar fór þetta að renna saman, þökk sé "kellingunum" í hópnum eins og við kölluðum þær. Það voru Haddý, Gulla og Gudda og það var þeirra verk að fæða okkur og þær stunduðu það einnig að öskra á okkur þegar við fórum í körfubolta.. Svo þegar leikritið fór að snrella saman fórum við að íhuga daga fyrir sýningar. Svo var ákveðið að hafa generalprufu um miðjan mars. Við æfðum af fullum krafti þangað til og svo rann stóra stundin upp. Við mættum í Aratungu tveimur stundum fyrir sýningu og það var byrjað að sminka og dressa sig og allir voru alveg ga, ga afhræðslu fyrir sýningu. Og svo var dregið frá sýningartjaldinu og maður hoppaði inn á sviðið og byrjaði að leika og hvað var að gerast? Sviðsskrekkurinn farinn og maður lék af svoleiðis krafti að maður átti ekki til orð. Svo var allt búið og við hneigðum okkur. Svona gekk þetta líka næstu tvær sýningar. Allt heppnaðist vel og í verðlaun fengum við krakkarnir í leiklistinni að fara í bæinn að borða og í bíó á kostnað leiklistardeildar. Köttur út í mýri, setti á sig stýri, úti er ævintýri. Á skólabekk í leikritinu r FISKBÚÐ SUÐURLANDS EYRAVEGI 59 n 98-22509 Biskupstungnamenn og aðrir Sunnlendingar! Höfum nýjan og góðan fisk í boði daglega. Keyrum af og til í sveitirnar með fisk til sölu J Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.