Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 23
af “þeim svörtu”. En nóg um frumbyggja. Fyrstu vikurnar í Alice bjuggum við í tjaldi og það var lífsreynsla sem ég vildi ekki endurtaka. Lítið var um skugga á tjaldstæðinu svo það var ekki líft í tjaldinu frá sólarupprás til sólarlags. Hitinn inni varð örugglega 100 stig, enda sprakk allt og skorpnaði sem skorpnað gat, þar á meðal gítarinn minn. Köngulær, moskítóflugur og maurar voru helstu húsdýrin. Seinna fluttum við í húsvagn sem var ögn skárra þó ekki væri hann loftkældur. Tjaldvagninn okkar í Alice og Kameldýrin hans Dennis, sem ferðaðist um Ástraiíu á kamledýrum Ég var heppin með vinnu, hafði strax fengið mitt fyrsta starf eftir eina viku. Hlutastarf við skúringar úti á flugvellinum í Alice Springs. Seinna fékk ég kvöldvinnu á veitingahúsi við framreiðslu og annað skúringastarf á tjaldstæðinu þar sem við bjuggum, við að þrífa húsvagna. Þá eru ótalin nokkur kvöld sem ég vann við afleysingar á bar. Vinnudagurinn var mjög mislangur, en þá daga sem ég vann á öllum þremur stöðunum gat hann orðið ansi langur. Þarna voru dagarnir mældir í dollurum og mest fékk ég um 420 $ á viku. Eftir 3 mánuði hafði mér tekist að nurla saman um 2000 $, sem dugðu mér það sem eftir var ferðarinnar. Vinnuveitendur mínir á flugvellinum voru spænsk hjón, Eduardo Rodrigues, (Eddi), og kona hans María og þau reyndust mér vel. Eddi var lítill og snaggaralegur, sagði oftast ekki mikið, en María hin stæðilegasta senjoríta. Vinnan var ákvæðisvinna, almenn þrif á klósettum, skrifstofum og gluggum. Það gilti því að vinna hratt og gleyma sér ekki í smámunum, enda unnum við oftast þegjandi. En eftir vinnu á flugvellinum var fastur liður að koma við í flugvallarklúbbnum að fá sér bjór og þá losnaði um málbeiniðá Edda. Talaði með miklu spænsku handapati meðan 1 -2 bjórum var skolað niður á mettíma, áður en við “hard workers” héldum áfram kapphlaupi okkar við tímann við þrif á rannsóknastofum, sem voru þar skammt frá. Að loknu dagsverki brást svo ekki að hann kveddi með orðunum, “An other day, an other dollar”og kímnu brosi. Orðatiltæki sem mérhefur reynst vel að minnast þegar gera þarf eitthvað leiðinlegt! Þetta fyrsta ár mitt á ferðalagi hafði ég látið nægja að skrifa heim og sleppt öllum símhringingum. Sennilega hef ég verið eitthvað pennalatari í blankheitunum og vinnustritinu í Alice en endranær, enda ekkert borð né aðstaða til bréfaskrifta í tjaldinu. Alla vega datt móður minni í hug eitt kvöldið rétt fyrir jól að hringja í talsamband við útlönd og spyrja dömurnar, hvort þær gætu ekki náð sambandi við dóttur sína, sem ynni við skúringar á flugvellinum í Alice Springs í Ástralíu. Þærslógutilogvitimenn. Þennanmorgunn þurfti ég aldrei þessu vant að vinna aukavinnu úti á flugvelli og var nýbyrjuð að vinna kl. rúmlega 6, þegar kallað var í hátalarakerfið hvort stúlka frá íslandi ynni við skúringar þarna, það væri síminn til hennar. Mér brá auðvitað og hélt að eitthvað hefði komið fyrir. En mikill var léttirinn og gleðin þegar þetta var bara hún móðir mín blessuð, sem langaði að heyra í mér og vita hvort ég hefði það ekki gott. Auðvitað höfðu foreldrar mínir áhyggjur af mér eins og eðlilegt er, og eftir þetta lét ég eftir mér að hringja heim af og til. Ég vann í Alice fram í febrúar og það var lítill tími til annars en vinna. Á jóladag átti ég þó frí og splæsti í lambalæri (að vísu ekki íslenskt) og tilheyrandi og bauð vinum okkar Clints í kvöldmat. Þurfti reyndar að fá allt lánað til framtaksins, þar með talinn ofninn, því eftir að hafa haft lærið inni í 2 tíma komst ég að raun um að minn virkaði ekki. En jólasteikin komst á borðið um síðir þótt umhverfið væri ekki beint jólalegt, í 40 stiga mollu og með takmarkað jólaskraut. Nokkrum sinnum komst ég í dagstúra um nágrennið. Vinsælast var að fara að vatnsbóli, litlu stöðuvatni, sem lá á milli kletta um 80 km frá Alice og baða sig þar í grænlitu vatninu. - Það er skrítið hvað vatn getur orðið merkilegt þegar lítið er til af því, og fólk lét það ekkert á sig fá þó að þeir vatnspollar sem nær voru Alice líktust meirforarpollum. Það sullaði í þeim jafnt fyrir því. Það var líka sérstök tilfinning að sjá vatn í Toddánni á nýársdag, eftir tveggja daga rigningu. Það tíðkast ekki að leggja ræsi í vegi þarna, svo allsstaðar þar sem vegur lá yfir árfarveginn fossaði vatnið yfir hann. Vatnsbólið við Ellery Creeke um 80 km frá Aiice, þangað sem við fórum í bátsferðir. Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.