Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 21
B ændavísur Árið 1915 orti Þórður Kárason síðar bóndi á Litla-Fljóti bœndarímu um Tungnamenn. Þetta eru 75 vísur og er þetta litla sýnishorn aðallega valið með það fyrir augum að þeir sem um er ort eigi nú afkomendur hér í sveit.. Þessi er um afa þeirra Ragnars, Braga og Eyglóar í Asakoti: íÁsakoti sjótin svinn segir Halldór búa. Fagurt skegg og fénaðinn og fleira á hann drengurinn. Um afa Vigdísar í Ásakoti og þeirra systkina er þessi: Jón í Einholti eigi fann að sér þrengja tregann. Fjár og trippa hóp á hann harla glæsilegan. Um afa Gísla og Magnúsar í Kjarnholtum: / Kjarnholtum geiragrér Gísla að nafni ég þekki. Sauða hug í hjarta ber en höfuð sauðar ekki. Sú næsta er um afa Helgu á Gýgjarhóli 2 og þeirra systkina og einnig Guðna Lýðssonar: Á Gýgjarhóli grundirnar Guðni rækta náir. Piltar eru penir þar prúðar ræða meyjarnar. Um afa Kjóastaðabænda, Magnúsar og Lofts er þessi: Upp að Hólum fjaiars far fer að þessu sinni. Heima Ólaf hitti þar, hirðir sá þar lendurnar. Hér er vísa um langafa Þorfinns á Spóastöðum: Marga á Egill munina mæta á Kjóastöðum. Einu sinni ófagra ala náði' ann tófuna. Afi Tómasar og Steinars í Helludal fékk þessa: Tómas bestu í Brattholti bænda þræðir vegi Sauði nokkra og Sigríði sagt er mér hann eigi. Þessi er hins vegar um föður þeirra: Hrekur Tómas hryggð frá sér, Hellu - er stýrir - dalnum. Eina Ósk á auðar grér ávallt sem í huga ber. Faðir Jóns í Neðradal á þessa: Næst skal Einar nýtan tjá Neðradals í ranni. Búskaps rækir brögðin sá best sem kann og frekast má. Þessi er um afa Páis í Múla: Geir í Múla gætinn flest grundar vandamálin. Ræktar frónið rekka best, reisulegt þar húsið sést. Sú næsta er um afa þeirra Guðrúnar í Hlíðartúni og Sigríðar í Austurhlíð: Að sér dregur föngin fríð flestum betur hölum. Magnús þarfur landi og lýð lán við býr í Austurhlíð. Afi Björns í Skálholti og Sigurðar á Vatnslevsu fær þessa: Býr með sæmd á Brekkunni Björn að firða úrskurði. Njótar skíða nefna' ann sé nýbakaður hreppstjóri. Um afa Grétars á Reykjum er þessi: Ögmund gæfan aldrei sveik, auðgu sem að stýrir sæmdar búi á Syðri-fíeyk. Sauðirnir hans bregða á leik. Sú næsta er um föður Eiríks í Bergholti: Mætur Sveinn í Miklaholti mun ei finna á jörðu betri stað né blíðari en bólið varmt hjá konunni. Amma Þorfinns á Spóastöðum var ekkja og fékk því bændavísu: Mætust talin menja brú mannvits hefur gnóttir. Spóastöðum stýrir nú Steinunn Egilsdóttir. Þessi er um föður þeirra Kristrúnar á Brautarhóli og Ingibergs á Dalbrún: Á Eiríksbakka seggir sjá Sæmund kostum búinn. Mörgum halur svinnur sá segir ævintýrum frá. Um langafa Sigurðar á Reykjavöllum er þessi: Ingimundur ekrurnar yrkir fíeykjavalla. Á helgum tíðum hringingar hljóma lætur snjallar. Næst er vísa um föður Þórarins í Fellskoti: I Fellskoti varð gæfan góð Guðlaugi að vonum. Hann á ung og fögur fljóð fallegan hóp af sonum. A vesturbænum á Vatnsleysu bjó Jón Ágúst og hjá honum frændur tveir. Enginn þeirra á afkomendur hér í sveit. Vinsæll Jón á Vatnsleysu vart mun kenna nauða. Hauka tvo í horninu hefur ekki snauða. í austurbænum bjó afi Sigurðar á Heiði og Braga á Vatnsleysu: Jarðar yrkir sama svörð, sæmdar girtur flíkum. Sigurð nefnir seima njörð, sauðfjár á hann glæsta hjörð. Sú næsta er um afa Guðmundar Oskarssonar í Bergholti: Veit ég þekk um Guðmund grær gæfa í Arnarholti. Sá á rekkur rjóðar mær en rakaði sig ekki í gær. Síðasta vísan sem hér verður birt er um afa Helgu á Bóli og Haukadalsbræðra: Bjarni mætur Bóli ábúi styra náir. Vaninhyrnda sauði sá seggur margur honum frá. Tekið saman í janúar 1992. A.K. _ Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.